Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

fyrsti vinnudagurinn

Posted on 01/06/2006 by Dagný Ásta

jæja ég er búin með fyrsta vinnudaginn… gekk barasta alveg ágætlega, fékk hrós frá kerlunum og svona fínerí 😉 er að koma mér inn í kerfi sem heitir Saga og er tímabókunarkerfi fyrir lækna. Held reyndar að aðal vesenið verði að læra á hvað litakóðarnir merki.. þessi litur er nefnilega fyrir mæðraskoðun, hinn fyrir ungbarnaeftirlit, annar fyrir almenna tíma, enn annar fyrir fundi og svo framvegis… kemur allt með kaldavatninu!!!
komst að því að Bimba er að vinna þarna með mér.. bara sniðugt 🙂 hún er reyndar að hjúkkast í ungbarnaskoðunum og þessháttar.. bara sniðugt samt 🙂

vinna á morgun og LS fer á fjöll á morgun.. Óli & Katrín eru eitthvað að ibba gogg um að hann fái ekkert að fara í frí af fjallinu *piff* hlustiggiásvona *ull* reyndar sá ég á síðunni hans Óla að það er víst eitthvað verið að spá í að breyta vaktaplaninu úr 11 dögum í 15 og svo 6 dagar í frí í stað 4!!
veit nú ekki alveg hversu sátt ég er með það, mér finnst nefnilega alveg nóg að hafa 11 daga í burtu! plúsinn verður reyndar sá að 6 dagar eru nýtilegri en 4 *hehe* kemur í ljós 😉

ég vona barasta að hann fái vaktarplan uppgefið fljótlega…

2 thoughts on “fyrsti vinnudagurinn”

  1. Ásta Lóa says:
    01/06/2006 at 23:18

    Hey frænka velkominn heim 🙂 Til hamingju með nyju vinnuna og allt að ógleymdum kallinum og hans nýju gráðu. Hvað nú endalaust suðurverk á Kárahnjúkum. Ég var að tala við meistarann og hann er að bjarga eldhúsinu fyrir suðurverk svo kokkurinn geti eldað og þá þinn maður fengið að borða ……he he he

  2. Dagný Ásta says:
    03/06/2006 at 01:28

    Takk Ásta Lóa mín,
    humm hann er nú ekki alveg búin 😉 smá eftir sem kallast verkefni (hann ætti þ.a.l. að klára eftir ár ef allt gengur upp).
    Ég veit ekkert hvaða eldhús tilheyrir hans hluta, enda allavegana 3 eldhús þarna sem ég veit um 😛

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme