Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

aldrei má maður ekki neitt…

Posted on 04/04/200621/03/2011 by Dagný Ásta

Veröld/Fólk | AFP | 4.4.2006 | 12:18
Ákæra má fyrir kossa og faðmlög á almannafæri í Malasíu

Hæstiréttur Malasíu hefur samþykkt að ákæra megi ungt par fyrir brot á velsæmislögum fyrir að hafa verið gripin glóðvolg í faðmlögum og við kossaflens í almenningsgarði í Malasíu.

Parið, sem er á þrítugsaldri, var í faðmlögum í almenningsgarði við Tvíburaturnana í höfuðborg landsins, Kuala Lumpur, þegar öryggisverðir komu að þeim. Neituðu þau sök þegar þau komu fyrir héraðsdóm vegna athæfisins. Lögfræðingur þeirra sagði fyrir dómi að ekkert væri athugavert við að ástfangið fólk sýndi ást sína og ekki ætti að stöðva fólk við að kyssast og faðmast á almannafæri. Flestir íbúar Malasíu eru múhameðstrúar.

Ef dómari telur að ef þau hafi brotið lög, geta þau átt von á því að þurfa að greiða sekt og að sitja eitt ár í fangelsi fyrir athæfið.

er ekki í lagi með fólk????

frétt af mbl.is

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme