Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

á morgun

Posted on 06/10/200521/03/2011 by Dagný Ásta

– þarf ég bara að vinna til kl 1 🙂

– er síðasti vinnudagurinn minn í þessari viku, svo er bara helgarfrí 😉

– koma Lilja og Brynjar Óli í heimsókn, ekkert lítið sem mig hlakkar til.
©Lilja Huld Ólafsdóttir
sætu mæðginin

Ég talaði við Pernille fyrr í vikunni og fæ að hætta fyrr á morgun til þess að fara niðrí Köben að hitta Lilju & Brynjar Óla og verða svo samferða þeim mæðginum hingað heim í Holte. Ása ætlaði að koma í dag en flensupúkinn bankaði upp á hjá henni í gær og neitar að fara 🙁 vonum bara að hún nái að reka hann út og geti kíkt á okkur á morgun líka. Ég hefði sko ekkert haft á móti því að fá Evu Hlín & Sirrý með í þessari flugvél líka en maður fær víst ekki allt sem maður vill er það? það er bara svo langt síðan við höfum verið allar á sama staðnum á sama tíma. Það verður allavegana gaman að fá Lilju í heimsókn 🙂 Við höfum reyndar lítið gert af plönum, veit að hana langar að ath með að kaupa jólaföt á strákinn og mig vantar buxur þannig að það er auðvitað mjög sniðugt að nota tækifærið fyrst að Lilju langar í búðir að fara með vinkonu í búðir.. ekki á hverjum degi sem það gerist hérna í danaveldinu 😉

3 thoughts on “á morgun”

  1. Linda litlaskvis says:
    07/10/2005 at 17:30

    Einhverra hluta vegna finnst mér erfitt að fara með flestum mínum vinkonum í búðir hehe. Þær eru svo LENGI að ákveða sig að það er horror! LOL!
    Mér finnst best að versla með mömmu, hún er svo hreinskilinn og svo er hún saumakona og sér til þess að maður kaupi ekki eitthvað drasl á offjár 😉

  2. Ása says:
    07/10/2005 at 23:27

    skemmtið ykkur vel *sjúgauppínef* vildi óska að ég hefði haft heilsu til að vera með ykkur – ég er sko á STÓRUM bömmer og í STÓRRI fýlu út í flensupúkann – hvílík tímasetning hjá honum :o(

  3. Dagný Ásta says:
    08/10/2005 at 08:42

    heheh, Linda, það er reyndar lang best að fara ein í búðir en hinsvegar sakna ég þess að fara bara í búðir með stelpunum.. ég get amk haft ofan af fyrir Brynjari á meðan *hahah*

    Ása já ég er ekki sátt við þennan flensupúka.. út með gæruna!

Comments are closed.

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme
Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða