Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

hljóð

Posted on 02/10/200521/03/2011 by Dagný Ásta

fyrsta daginn í vinnunni minni tók ég eftir því að það voru einhver frekar skrítin hljóð í gangi á ganginum sem ég var að vinna á… þegar ég var að fara tók ég eftir því að þessi hljóð voru ekki bara þar. ég var alltaf að kíkja út úr herbergjunum og fram á ganginn til þess að ath hvort ég gæti nokkuð mögulega séð hvað þetta væri. Segja má að þetta hafi verið hálfgerð tíst… þegar ég var komin út og var farin að svipast um eftir SVIK þá heyrði ég hluta af þessum hljóðum aftur og kveikti þá hvað þetta var. Haldiði ekki að hótelið sé með svona tölvudótarí sem spilar FUGLATÍST á ganginum… þetta á að vera eitthvað svaka fansí, svona þar sem hótelið er alveg við sjóinn og svo frv. mér fannst þetta bara krípí fyrst áður en ég áttaði mig hvaðan þessi fj* hljóð voru að koma.
í dag hinsvegar þykja mér þessi hljóð eiginlega bara hálf furðuleg.. finnst nákvæmlega ekkert sætt eða sniðugt við þessi hljóð, ég efast um að einhverjum finnist það þar sem ég er búin að fá ég veit ekki hvað margar “fyrirspurninr” frá gestum hótelsins hvað þetta eigi eiginlega að vera!!

5 thoughts on “hljóð”

  1. Linda litlaskvis says:
    02/10/2005 at 23:39

    En skrítið!!!! Ég mundi örugglega fríka út bara! Haha!

  2. Gunnhildur Ásta says:
    03/10/2005 at 09:46

    Hahahaha, ég lenti í þessu á Schiphol flugvelli í Amsterdam í sumar. Á klósettunum þar eru öldu- og mávahljóð 🙂 Það var eins og maður væri kominn niður í fjöru!

  3. Dagný Ásta says:
    03/10/2005 at 10:37

    þetta var líka ógeðslega krípí sérstaklega þar sem ég vissi alveg að ég var EIN á ganginum!!

  4. Inga says:
    03/10/2005 at 11:32

    Er þetta smáfuglatíst eða mávagarg? Skiptir svo sem ekki máli. Má ég þá biðja um hljóð til að heyra í alvörufuglum sem nóg er af á þessum slóðum!

  5. Dagný Ásta says:
    03/10/2005 at 11:42

    þetta er svona samblanda.. þetta á að vera eitthvað ógurlega sniðugt…

    og já það er alveg nóg af raunverulegum fuglum þarna!! mun fallegri hljóð sem koma úr mörgum þeirra 😉 þó ekki öllum :engill:

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme