Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

þreyta og slen

Posted on 29/09/200502/01/2010 by Dagný Ásta

ég er búin að vera að rembast við að “ná upp” hvíld undanfarið.. gengur vægast sagt illa. Mig langar ekki að vakna þegar ég þarf að fara af stað í vinnuna.. langar að liggja lengur undir hlýrri sænginni minni… liggur við að ég telji niður dagana þar til ég á næst frí, sem verður btw ekki fyrr en eftir helgi, ég fæ lítinn sem engan svefn um helgina þar sem ég er að fara til Svíþjóðar (aftur) á laugardaginn. ætli þetta endi ekki bara með því að ég sofi allan frídaginn minn. Er búin að ætla mér að leggja mig alla daga eftir vinnu en það gengur enganvegin upp, næ einhverra hluta vegna ekki að sofna þegar þar að kemur.
Vottur af heimþrá farinn að láta kræla á sér, hjálpar auðvitað ekki að pabbi sé í þessari meðferð.. fáránlegt samt að tala um að karlinn sé í meðferð.. maður er svo vanafastur við að hugsa þannig að meðferð = áfengis/vímuefnavandamál, get ekki alveg sagt að það eigi við um karlinn. mér hefur samt verið bannað að hugsa svona, það er ekkert að og ég er bara lítil mömmu & pabba stelpa 😉
þessi samblanda veldur því auðvitað að ég hef mjög takmarkaðan áhuga á að fara á eitthvað flakk þegar ég er búin að komast heim. jeij skemmtilegt það… langar mest að kúrast heima með Leifi mínum og glápa á friends eða eitthvað annað álíka (fengum reyndar nokkrar bíómyndir þegar við fórum til önnsku og nokkrar seríur af Simpsons þannig að það er úr nægu að velja þessa dagana).

6 thoughts on “þreyta og slen”

  1. Hulda says:
    30/09/2005 at 08:32

    Skil vel að það sé ekki auðvelt að vera í útlöndum þegar eitthvað gengur á heima..

    En reyndu að njóta þess að vera úti.. ekki ólíklegt að þetta verði í eina skiptið á ævinni sem þú átt eftir að búa í útlöndum (held að það sé satt fyrir mig allavegana). Ef þú nýtir ekki tímann vel og skemmtir þér áttu eftir að sjá eftir því seinna stelpa!

    Svo er ekki nema steinsnar heim (kemst varla nær en telst vera í útlöndum, hihi) þannig að það er minnsta málið að skreppa heim af og til og fólk getur komið í heimsókn. Bara að fylgjast með tilboðum!

    Feel free að senda mér skilaboð hvenær sem er.. er búin að fara í gegnum allan tilfinningapakkann í kringum það að vera í útlöndum en er orðin frekar mellow núna, vont en það venst 😉

  2. Elsa says:
    30/09/2005 at 10:48

    Knús til þín skvís!
    Veit sjálf hvernig það er að vera í útlöndum þegar eitthvað svona gengur á heima og það er erfitt. Það getur meira að segja verið erfitt þótt það sé ekkert í gangi heima en maður kemst nú yfirleitt fljótt yfir það… Ég er bara fegin að ég er ekki í Ástralíu, þá væri ég örugglega miklu oftar á bömmer, því maður getur þó allavegana skotist heim á no time ef eitthvað er 😀
    Hvernig væri svo að skella sér bara alla leið til Skövde fyrst maður er á leið til Sverige á annað borð?!
    Farðu vel með þig stelpa.

  3. Dagný Ásta says:
    30/09/2005 at 15:27

    takk 😉
    já ég veit dömur.. þetta er ekkert einsdæmi 😉
    bara skrítin tilfinning sem hellist yfir mann þegar maður nær ekki almennilegri hvíld, frekar óþægilegt… hingað til hefur þetta verið í góðu lagi. Skype er líka alveg að bjarga málunum 😉

    Elsa, jah.. kannski skövde næst 😛 ég held að þetta verði stutt stopp í svíþjóð í þetta skiptið þar sem ég er að vinna á morgun og á að mæta í vinnu aftur á sunnudagsmorguninn 😉
    Annars þá er það alveg inni í myndinni 🙂

  4. Ása says:
    01/10/2005 at 18:17

    Þetta verður allt í lagi – fyrstu mánuðirnir geta verið hræðilegir – sérstaklega þegar eitthvað er í gangi í fjölskyldunni. Vertu sterk og þrjósk við heimþrána – svo kem ég í heimsókn í næstu viku og ég vil að við kjöftum, kjöftum, kjöftum og hlæjum mikið :o)

  5. Eva says:
    02/10/2005 at 01:45

    Þú verður að láta Leif vera duglegan að dekra við þig næstu dagana 🙂 svo er um að gera að nota skypeið, msnið, hoppa heim einstaka sinnum, fá heimsóknir, skrifa bréf og njóta þess að vera úti.
    Ég vildi að það hefði verið hægt að hafa svona mikið samband heim þegar ég bjó úti, þá var ekkert skype eða msn og ekki svo auðvelt að fara heim, enda fór ég ekkert heim 🙁 Saknaði allra rosalega enda var ég alein, skildi ekki orð í tungumálinu og var að læra eitthvað sem ég hafði aldrei pælt í að væri til! 😉

  6. Dagný Ásta says:
    02/10/2005 at 03:06

    það er soldið meira en að segja það að hoppa heim frá vinnunni minni.. þarf að gefa minnst mánaðarfyrirvara ef ég ætla að fá frí í nokkra daga og ef það er meira en vika eru það 3 mánuðir takk fyrir.. frekar hallærislegt.

    Annars þá er þetta allt í góðu í dag, bara strembið að vita af “gamla” í einhverri meðferðartörn sem er ekkert auðveld, hvorki á hans líkama né sál, tala ekki um mömmu greyjið.

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme