Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

klukkuð aftur?

Posted on 27/09/200502/01/2010 by Dagný Ásta

ég er búin að fá á mig klukk frá Hafrúnu, Önnsku & Ásu.. hef reynt að halda því fram að ég sé búin aðþessu en sé reyndar að margir vilja meina að maður geti verið hann “oft” í sama leiknum.. blöh… reyna að rumpa hérna 15 staðreyndum um sjálfa mig? sjáum hverju ég næ… ætla samt ekki að klukka neinn á móti!!!

    ég fékk oft að heimsækja pabba í vinnuna þegar hann var að vinna á smíðaverkstæðinu hjá SS á meðan mamma var að erindast í bænum, tók mig annsi vel út með spýtuafgangana og nagla 😉
    einhverra hluta vegna þá tilheyra hamar, naglar, spýtur og sög annsi stórum hluta æskuminninganna..
    ég hef reyndar smíðað þónokkra kofa ásamt Evu & Lilju 😉
    síðan ég eignaðist mína fyrstu myndavél hef ég verið titluð sem myndavélaóð, mér finnst alveg yndislega gaman að eiga myndir af fólkinu mínu og ýmsu öðru… bíðiði bara *Heheh*
    mér finnst gaman að föndra, allskonar föndur..
    margir vilja meina að ég sé lík pabba.. aðrir vilja meina að ég sé lík Helgu ömmu.. mér er svosem sama.. ég er bara ég og sátt við það 😉 ekki það að líkjast þeim sé neitt slæmt, langt í frá 😀
    mér finnst það dáldið fyndin tilhugsun að ég sé að gera svipaða hluti og mamma gerði fyrir 40 árum, þ.e. að vera í danmörku, stór köben svæðinu og vinna á hóteli sem “stuepige”
    mér leiðist að versla í fjölmenni, forðast þessvegna eins og ég get að fara á útsölur og reyni að vera búin að amk plana hvað fólk fær í jólagjöf eða vera búin að kaupa þær í byrjun des
    mér finnst rosalega gott að borða mysing með skeið, hef ekki enn borðað yfir mig af mysingi eins og ég gerði þegar ég var lítil og komst í kæfuna sem mamma var að kæla geyma áður en hún setti í frystinn :engill:
    mig langar í mysing núna
    mér finnst gaman að baka, ekkert endilega kökur heldur allskonar, er samt ekki nógu dugleg við það
    mig langar að eignast fallegan kökudisk, kökuhníf/spaða og kökuhjálm… (vantar ykkur ekki hugmyndir að jólagjöfum *heh*)
    mig er farið að lengja all svakalega eftir dankortunum okkar.. gaurinn sagði að það tæki bara 5 virka daga! í dag eru komnar 2 vikur frá því að við hittum hann og stofnuðum reikninginn okkar
    mér finnst gaman að sauma út, er samt of löt við það… réttara sagt mér finnst gaman að sjá myndirnar sem koma fram á efninu um leið og hver litur er búinn.. setti inn hérna hægramegin borða sem sýnir hve langt ca í % ég er komin með jólalöberinn minn… markmiðið er allavegana að klára hann fyrir 1 des svo ég geti einhvernvegin platað múttu mína til þess að hjálpa mér að falda hann (einfaldast væri auðvitað að senda hann heim og láta hana bara um það :engill:)
    var ég búin að segja að ég er myndasjúk? hah túbad að ég sé komin með mína eigin digital myndavél *hahaha*

það hafðist 15 tilgangslaus atriði um mig.. nenniði að klukka mig ekki aftur ?? 😉

2 thoughts on “klukkuð aftur?”

  1. Erla says:
    28/09/2005 at 03:05

    Klukk!!
    Smá grín 😉
    Ég er á bloggrúnti að tilkynna mitt flutt og þú mátt gjarnan breyta slóðinni í: http://erlahlyns.blogspot.com
    Merci

  2. Dagný Ásta says:
    28/09/2005 at 15:04

    noh, ég breyti 😉

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme