Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

hitt og þetta

Posted on 27/09/200502/01/2010 by Dagný Ásta

ýmislegt búið að vera að gerast undanfarna daga hjá okkur en samt ekki..

Sverge
Við nýttum helgina í að fara m.a. í heimsókn til Önnsku í Lundi.
Vorum mætt í Malmö rétt fyrir kvöldmat á föstudaginn, ágætis lestarferð hérna á milli, hittum Önnsku á lestarstöðinni þar og ákváðum að rölta aðeins um gamla torgið og nýja torgið sem eru btw hlið við hlið!!! til þess að leita okkur að álitlegum veitingastað. Fundum að lokum einhvern ítalskan veitingastað í hliðargötu, held að það sé óhætt að kalla hann skrítnastaðinn með furðulega kókinu og sem seldi ekkert annað en furðulegt kók eða sodavatn! Allavegana þá voru pitzurnar ætar.. enda skipti það eiginlega mestu máli.. amk fyrir mig.. kókistarnir voru allavegana EKKI sáttir við kókið 😉
áður en við fórum yfir til Lundar ákváðum við að kíkja í gleðskap sem Íslendingafélagið í Lundi var með í Malmö. Slatti af hressu fólki sem var samankomið þarna, mér skilst reyndar að þetta hafi að mestu verið kórinn og stjórnin.. en hvað um það 😉 hresst og skemmtilegt fólk 😉
héldum heimáleið enda allir þreyttir eftir langan dag, fórum reyndar zikzak um miðbæ Lundar þar sem Önnsku langaði að sýna okkur svo margt í myrkrinu *hehe*. Þegar við komum heim hófust gömlu bekkjarfélagarnir (Annska & Leifur) handa við að rifja upp allskonar gamlar minningar, margt sem ég var búin að heyra sögur af sem kom upp.. m.a. “bíó”myndin sem vinahópurinn tók upp.. Bóndinn á Grunnvatnsstöðum eða eitthvað þannig (þið leiðréttið nafnið ef þarf), haldiði ekki að Annska hafi ekki átt myndina á tölvutæku formi þannig að ég fékk loksins að sjá þessa margrómuðu mynd vinahópsins *jeij* og auðvitað fengum við afrit af henni á flakkarann 😉
Á laugardeginum var ákveðið að fara í heilsubótargöngu um Lund (afar minnisstætt atriði úr Jay Leno sem var í hávegum haft okkar á milli, ss gott fyrir blóðþrýstinginn að labba á ójöfnumhellum sem ég man ekki hvað heita í augnablikinu) á meðan flakkarinn var að taka á móti allskonar góðgæti úr tölvunni hennar Önnsku *jeij* Löbbuðum helling um miðbæ Lundar og Annska kynnti okkur fyrir þjóðarrétti svía, eða amk tískurétti 😉 en það er HUGE bökuð kartafla með ýmiskonar fyllingum.. sérdeilis ágætt eintak sem ég fékk, held að LS hafi verið ágætlega sattur við sína líka en Annska fékk skrítna kartöflu.. eiginlega bara majóklessu með smá grænmeti í.. bjakk.. smá húmor samt að hún hafi þurft að fá akkúrat þessa 🙂
Við ákváðum að prufa að spila 2 af spilunum hennar Önnsku, stórskemmtileg spil, annað var Harry Potter spilið.. margar spurningarnar bara fyndnar.. og hitt var Lord of the Ringsspilið. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei áður spilað spil þar sem leikmennirnir eru saman í liði á móti spilinu.. dáldið sérstakt!
Ákváðum að taka lestina heim á lau kvöldið til þess að námsmennirnir gætu nýtt sunnudaginn í að læra, vorum komin heim rétt í kringum miðnætti, bara nice!
takk fyrir okkur skvísa 🙂

Sunnudagurinn

Ákváðum að viðra okkur eilítið um daginn og kíkja á einn af okkar uppáhaldstöðum hérna í bænum, en það er markaðurinn sem haldinn er á sunnudögum rétt hjá Holte midpunkt. Ferlega gaman, minnir mann helst á gamla kolaportið 😉 gengum fram á gamlan mann sem var að selja trévörur sem hann er að dunda sér við að gera. Allskonar skálar og dót, ég stóðst ekki mátið og keypti af honum eina skál, enda voru þær mjög fallegar og vel gerðar hjá honum. Er ekkert smá sátt við kaupin 😀
Annars fór dagurinn bara í afslappelsi og kósíheit hjá mér, Leifur þurfti hinsvegar að læra… ég gafst reyndar upp og tók upp á því að baka skinkuhorn, Leifi til mikillar gleði 😉

Er að vinna í myndunum frá Svíþjóð… þær koma fljótlega 😉 myndirnar eru hérna

1 thought on “hitt og þetta”

  1. elmar says:
    28/09/2005 at 20:30

    hey það er vissulega Sverige 😛

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme