Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Eniro.dk og danapælingar

Posted on 16/08/2005 by Dagný Ásta

ég er alveg að fíla þessa síðu í botn 🙂
þar sem það er alveg brjálað að gera hjá mér eða hitt þó heldur þessa dagana (hence enginn að vinna svotil) að þá er ég búin að eyða mest öllum deginum í dag í að finna leiðir í lestarkerfum og á kortum fyrir okkur til þess að komast í t.d. Ikea! og fyrir LS í skólann 🙂

búin að vera að dunda mér semsagt við að prenta þetta allt út 🙂 ætti að vera komin með ágætis leiðavísi fyrir okkur fyrstu dagana :mrgreen: allavegana á þá staði sem við þurfum að fara á eins og í “Folkeregesteriet” eða hvað það nú heitir til þess að skrá okkur inn í landið.. sýna þetta fína plagg sem við fengum í júlí 🙂 sýnist á ýmsu að við ættum að verða fljótari að labba þangað heldur en að taka einhverskonar farartæki (nema farartækið væri þá hjól).

Annars þá vorum við að fá e-mail frá Vibe frænku LS, þar sem hún er að segja sitt/þeirra álit á íbúðinni okkar.. lofar BARA góðu 🙂 svo er annað ferlega krúttlegt, hún tekur það fram að hjónin sem eiga húsið séu “meget, meget söde” *híhí* hlakka til að sjá þau líka 🙂

bara 10 dagar til stefnu.. sá tími á eftir að líða á ógnar hraða að einhverju leiti þar sem það er nóg að gera. Ég á eftir að klara að taka allt mitt saman, og ekki má gleyma ég á eftir að ákveða hvað af þessum blessaða fataskáp mínum ég ætla að taka með mér 😉 get auðvitað geymt eitthvað og tekið það með mér um jólin ef út í það færi. kemur allt saman í ljós 🙂 ég er þó með 2 auka töskur í flugi á sama tíma *haha* annars þá fara sængurnar í aðra þeirra ásamt einhverju smádóti sem gæti átt það til að brotna, hin held ég að eigi eftir að mæta bara afgangi.. sjá hvað þarf að hafa með 😉 svo er það auðvitað taskan hans LS sem á eftir að vera með fataskápinn hans (thank god að hann er “venjulegur” strákur *hah*) og allar þær glósur og námsbækur sem hann kemur þar í.. svoooooo eigum við auðvitað inni pláss hjá SVIK þegar þau koma í september 🙂

jæja.. ætli næstu færslur verði ekki margar hverjar á þessum nótunum ? jú ég er annsi hrædd um það 🙂

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme