Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

kveðjan

Posted on 14/08/2005 by Dagný Ásta

fengum nokkra vini okkar í heimsókn í gærkveldi í smá svona kveðjuhóf.. ekkert stórt eða merkilegt, bara að fá þá sem okkur þykir vænt um í heimsókn svona þar sem þetta er síðasta helgin sem LS verður í bænum áður en við förum út. Næstu dagar fara nær eingöngu í að pakka og ganga frá okkar málum því að þegar hann kemur í bæjinn næst er það bara klára pakka og sofa smá og svo út á völl til þess að flytja út.

Allavegna fengum yndislegt fólk í heimsókn, áttum frábært kvöld með vinum okkar. Allir að spjalla á léttu nótunum (fyrir utan einstaka ágreining sem ég kýs ávalt að halda mér utan við sem tengist pólitík *bjakk*) bara nice og gaman 🙂

tók því miður ekki nærri því eins margar myndir og ég hefði viljað.. fæ samt kost á því að bæta það upp á næstunni amk með æskuvinkonunum.

held að við höfum náð að gefa fólkinu þetta líka þvílíka sykursjokk *heh* fundum nefnilega ekta danskar svona “kókos” bollur í Hagkaup í gær og auðvitað voru þær keyptar þar sem þær voru alveg í ekta stíl við kvöldið 😉

Fólk fór að tínast heim fljótlega upp úr 11, allavegna þeir sem þurftu að sinna börnum/námsbókum í dag :mrgreen: Sirrý & Iðunn sátu hérna lengur og svo kíktu GunnEva á okkur í smá tíma beint inn í spjall um “að læra í lestum” *úff* ekki langar mig að endurtaka það spjall á næstunni *heh*

þetta eru reyndar einmitt þeir hittingar sem ég met mest. hægt að sitja og spjalla í ró og næði, smá tónlist undir og allir í góðu skapi… bara nice 🙂

Stelpurnar komu með síðbúna afmælisgjöf handa mér sem og smá kveðjugjöf handa okkur 🙂 frekar skondið dót sem stelpurnar gáfu mér í afmælisgjöf, pönnukökupönnu, ostaplatta+hníf og spaða fyrir pönnuna 🙂 svo gáfu þær LS desilítramál og mér mæliskeiðar… bara snilld :mrgreen:

takk fyrir kvöldið krakkar
og takk fyrir hjálpina Iðunn 🙂

6 thoughts on “kveðjan”

  1. Strumpa says:
    14/08/2005 at 18:56

    Takk fyrir mig!
    p.s. Það er alveg hægt að læra í lestum!!!!

  2. Maggi Magg says:
    14/08/2005 at 23:58

    Takk fyrir okkur, þetta var æði,
    við erum ennþá að tala um Bollurnar !

  3. Iðunn says:
    15/08/2005 at 01:54

    Takk fyrir mig, þetta var stórskemmtilegt 🙂

    (og það er alveg hægt að læra í lestum!) 😉

  4. Elsa says:
    15/08/2005 at 10:03

    Hahaha, ég seldi Sirrý örugglega desilítramálið og mæliskeiðarnar, jafnvel ostaplattann líka 😀 Lítill heimur 😉
    Og já, ég veit hver Halldóra er!

  5. Dagný Ásta says:
    15/08/2005 at 10:17

    takk krakkar 🙂
    Maggi, bollurnar voru alveg svakalegar!!! held að þær haldi manni frá nammiáti í þónokkurn tíma *úff*

    Elsa, það gæti allt passað, ég veit að mæliskeiðarnar og desilítramálið er úr DUKA 🙂 og sennilega ostaplattinn lika (hann er allavegana merktur Bodum)
    en samt yndislegt hvað heimurinn er lítill 🙂

  6. Dagný Ásta says:
    15/08/2005 at 12:18

    Maggi, þessi er spes fyrir þig og Elsu 🙂
    http://iddapidda.eitthvad.is/albums/2005_08_13/DSC05529.sized.jpg

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme