Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

þekki ég þig?

Posted on 07/08/200509/08/2005 by Dagný Ásta

mér finnst það alltaf jafn fyndið að vera einhverstaðar á þvælingi og rekast á bloggara sem maður “þekkir” og er að því komin að heilsa viðkomandi þegar maður áttar sig á því að maður þekkir viðkomandi ekki rass í bala!

Lenti einmitt í þessu áðan, náði að bíta í tunguna á mér samt 🙂 Fór út á videoleigu og var að skoða úrvalið, ungur maður strákur stendur hinumegin við rekkann og ég rétt náði að bíta í tunguna á mér áður en ég sagði “hæ”, ég þekki þennan mann ekki baun í bala.. jújú ég les bloggið hans daglega en ég þekki hann samt ekki rass í bala 🙂

Reyndar á þetta líka við um fólk sem kom í sjoppurnar sem ég var að vinna í… ég rekst enn þann dag í dag á sumt af því fólki, m.a. er einn sem kom alltaf upp í AllraBest farinn að koma í sjúkraþjálfun.. fyndið að það var HANN sem talaði við mig að fyrrabragði um það þó svo að ég hafi vitað upp á hár hvaðan ég þekkti hann en auðvitað hafði ég ekki græna hvað viðkomandi héti.. veit það og miklu meir en það í dag *Haha* Lendi iðulega í því samt að rekast á fólk af þessum stöðum í bænum, kringlunni eða úti í búð… er eiginlega búin að þróa þann eiginleika að heilsa ekki fólki sem ég er ekki 100% örugg með að fyrrabragði 🙂

æji þetta er bara fyndið 🙂

3 thoughts on “þekki ég þig?”

  1. Emma says:
    08/08/2005 at 21:14

    hehehe jáaaaaa … ég hehemm .. já ég lenti í þessu þegar ég var nýbyrjuð í vinnunni minni þarna .. þar sem þú kemur .. þorði ekkert að segja “nei sæl og blessuð” svona fyrir framan 10 manna röð og undirmenn mína og þurfa svo að fara að útskýra af hverju ég væri að heilsa þér fyrir framan alla :Þ

  2. Dagný Ásta says:
    09/08/2005 at 09:38

    einmitt 🙂
    I know.. kunni ekki við það heldur *hahah*
    en sem betur fer er það orðið öðruvísi í dag :mrgreen:

  3. Einar Örn says:
    09/08/2005 at 19:04

    🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme