Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

innfluttningsafmælispartý

Posted on 16/07/200516/07/2005 by Dagný Ásta

Arnbjörg & Víkingur héldu innfluttningspartý/afmælispartý í gærkveldi og vígðu þar með nýju fínu íbúðina sína í partýheima 🙂
svaka flott íbúðin hjá þeim, björt og fín 🙂 hlakka til að kíkja í heimsókn þegar þau eru búin að koma öllu á sinn stað, myndirnar á veggina og svo framvegis 🙂
Þau buðu rosalega stórum hópi í heimsókn, fyndið hvað ég kannaðist við marga þarna.. án þess að þekkja þau skötuhjú neitt svakalega vel. Margir vesturbæjingar þarna í hópnum, fólk sem ég kannast bara við af götunum eða andlit sem ég hef oft séð úti í búð. Gaman að þessu 🙂
Kynntist líka mömmu Arnbjarnar lítilega, kjaftaði í hana að ég væri nú 1/2 Ólsari slapp ekkert eftir það *Haha* nei ég segji svona.. Við Arnbjörg erum víst frekar skyldar eða svona já… skv Heiðu erum við það allavegana 🙂 eða skv ísl.bók þá voru langalangaamma mín og langamma Arnbjargar systur *Heh* gaman að þessu.

tn_IMG_0050.JPG
bætt í bolluna

Takk fyrir mig 🙂
og til hamingju með íbúðina (aftur) 🙂

3 thoughts on “innfluttningsafmælispartý”

  1. Inga Steinunn says:
    17/07/2005 at 02:47

    Ég og Unnur Ylfa erum eins skyldar og þú og Arnbjörg .. og reyndar er ég líka þannig skyld kærasta Unnar Ylfu. Langalangafar/ömmur þeirra tveggja voru svo systkini … lítið land .. allir frændur og frænkur!

  2. Arnbjörg og Víkingur says:
    17/07/2005 at 13:16

    Takktakk sömuleiðis fyrir komuna og okkur frænka og frændi!! 🙂 Nú þurfum við að fara að vera dugleg að baka pönnsur… snilldar gjöf!! 😉

  3. Dagný Ásta says:
    17/07/2005 at 16:56

    já við “heimtum” pönnsur næst 🙂

Comments are closed.

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme
Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða