Arnbjörg & Víkingur héldu innfluttningspartý/afmælispartý í gærkveldi og vígðu þar með nýju fínu íbúðina sína í partýheima
svaka flott íbúðin hjá þeim, björt og fín hlakka til að kíkja í heimsókn þegar þau eru búin að koma öllu á sinn stað, myndirnar á veggina og svo framvegis
Þau buðu rosalega stórum hópi í heimsókn, fyndið hvað ég kannaðist við marga þarna.. án þess að þekkja þau skötuhjú neitt svakalega vel. Margir vesturbæjingar þarna í hópnum, fólk sem ég kannast bara við af götunum eða andlit sem ég hef oft séð úti í búð. Gaman að þessu
Kynntist líka mömmu Arnbjarnar lítilega, kjaftaði í hana að ég væri nú 1/2 Ólsari slapp ekkert eftir það *Haha* nei ég segji svona.. Við Arnbjörg erum víst frekar skyldar eða svona já… skv Heiðu erum við það allavegana eða skv ísl.bók þá voru langalangaamma mín og langamma Arnbjargar systur *Heh* gaman að þessu.
bætt í bolluna
Takk fyrir mig
og til hamingju með íbúðina (aftur)
Ég og Unnur Ylfa erum eins skyldar og þú og Arnbjörg .. og reyndar er ég líka þannig skyld kærasta Unnar Ylfu. Langalangafar/ömmur þeirra tveggja voru svo systkini … lítið land .. allir frændur og frænkur!
Takktakk sömuleiðis fyrir komuna og okkur frænka og frændi!!
Nú þurfum við að fara að vera dugleg að baka pönnsur… snilldar gjöf!! 
já við “heimtum” pönnsur næst