Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

læknisheimsókn

Posted on 12/07/200512/07/2005 by Dagný Ásta

Ég fór í læknisheimsókn áðan út af vélindabakflæðisrannsókninni (úfflangtorð). Sumar þessara heimsókna eru svo fáránlegar.. eiginlega bara tilgangslausar, líkt og heimsóknin í dag..
fór inn, sagði að ég væri einkennalaus eins og vanalega þar sem mín einkenni einskorðast við það að þegar ég er slæm þá stendur í mér.. alveg sama hvað ég borða. Það sem veldur því eru bólgur í vélindanu og sár, fékk lyfin mín, nýjan tíma og fór út.
Stundum þarf ég að fylla út lista með helling af krossaspurningum þar sem verið er að spyrja um nábít, brjóstsviða og annað tengt vélindabakflæði, þannig að mínir krossar falla nær allir undir “aldrei” eða “sjaldan” svaka gaman að krossa í þetta hjá mér 🙂
þriðja og leiðinlegasta tegundin af heimsóknum er þegar ég fer í speglun, sem er einmitt það sem ég á að gera næst (28.des – *haha* verðum að koma heim um jólin *smæl*), það gjörsamlega eyðileggur heilan dag hjá mér.. mæti, fæ kæruleysissprautu sofna, slöngu troðið ofaní maga tekin videomynd af ferðalagi slöngunnar og svo er mér rúllað út í horn og ég fæ að sofa þar í einhvern tíma..
Þegar ég loksins vakna (sem er ca 2tímum eftir að allt þetta byrjar) þá má ég ekki keyra í einhverja 5-6 tíma skv því sem mér hefur verið sagt *blöh* meira vesenið 🙂

EN allt er þetta í þágu rannsókna og ég vona að þetta sé eitthvað sem getur hjálpað mínum afkomendum ef ég arfleiði þá að þessu batteríi sem ég reyndar vona að ég eigi ekki eftir að gera.

2 thoughts on “læknisheimsókn”

  1. Inga Steinunn says:
    12/07/2005 at 12:38

    Ég vann einu sinni á spítala og sótti nokkra einstaklinga úr speglun .. flestir eru alveg út úr heiminum eftir þetta svo ég skil vil akstursbannið vel – en gangi þér vel þann 28.des!

  2. Dagný Ásta says:
    12/07/2005 at 13:23

    jájá, enda er ég ekki einusinni vinnufær eftir þetta.. hef alltaf beðið um að fá að mæta í þetta strax eftir hádegið svo ég geti tekið bara restina af deginum í frí.

    þetta er bara vibbi!!!
    samt enn ógeðslegra að fara í sýrustigsmælingu.. þá er slöngu troðið í gegnum nefið á manni og svoleiðis á maður að vera í x langan tíma *bjakk*

Comments are closed.

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme