Ég skellti mér í labbitúr í morgun með fólkinu hans Leifs (og honum auðvitað) VÁÁA það er svo kalt úti… samt er ég að pæla í að fara út aftur… ég er skrítin… en mig langar alveg ótrúlega mikið að fara í fjöruna úti í Gróttu og taka myndir.. anyone game ? þarft bara að klæða þig alveg ótrúlega vel
Fann síðu í gær þar sem ég get fundið það út hvenær er flóð og hvenær er fjara þarna
bara sniðugt… vantar bara að það sé eilítið hlýrra úti.
Ég tók nokkrar myndir í morgun, samt bara fáar.. er að spá í að hafa þema “myndefni í fjörunni“, klúðraði reyndar algerlega síðasta þema… vonandi tekst mér betur upp núna ![]()
Skellti inn þessum fáu myndum sem ég tók áðan á myndasíðuna mína, ef einhverjum langar að sjá ![]()
Jæja… best að kæla sig niður, klæða sig upp og koma sér út!
eins gott að það er til nóg af Swiss Miss og það rennur enn vatn í krönunum hérna þannig að ég get farið í heita sturtu og fengið mér heitt kakó þegar ég kem heim *jeij*