Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Dagsferð

Posted on 27/07/202027/07/2020 by Dagný Ásta

Við drifum okkur af stað í smá bíltúr í gærmorgun. Reyna að nýta þessar helgar fram að sumarfríi aðeins og láta ekki allan frítíma fara í múrviðgerðir og önnur eins skemmtilegheit!

Förinni var heitið austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Þjórsárdalinn og aðeins ofar 😉

 

Háifoss & Granni

Við lögðum bílnum á bílastæðinu við Háafoss og gengum niður í gljúfrið til þess að dást að þeim félögum Háafossi og Granna.

Stórfenglegt svæði og hreinlega varla hægt að segja að það sé nóg að fara “bara” frá bílastæðinu fyrir ofan foss.

Hér til hliðar má sjá þá félaga, myndin tekin af göngustígnum fyrir ofan þá.

myndirnar svo hér að neðan eru svo bland í poka frá göngutúrnum.

Gjáin

Næsta stopp var svo Gjáin – ó þvílíka fegurðin sem er sett saman þar á litlu svæði.

Algjör paradís sem er í felum þarna. 

Krökkunum fannst ekki leiðinlegt að þarna leyndust líka berjalyng sem voru þegar orðin svört af berjum – mættu samt alveg fá nokkra daga til viðbótar til að fyllast af gómsætum safa og sætleika… 

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme
Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða