Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

þessir frændur

Posted on 07/12/2004 by Dagný Ásta

Frændur geta verið alveg meistaraverk! eða mínir eru það allavegana…

~~~~
Ég fékk tvær áhugaverðar “staðreyndir” frá Vífli frænda í afmælinu hjá Brögu á laugardaginn…

Sú fyrri var spurningin hvort væri eiginlega vetur eða sumar… svona í tilefni þess að það var búið að vera úrhellis rigning í lengri tíma svo tók alltíeinu upp á því að fara að snjóa eða þetta var meira svona þéttrigning í formi slyddu… ég skemmdi víst þessa pælingu hans með því að tilkynna honum að það hlyti að vera vor þar sem það rignir yfirleitt svo mikið þegar fer að vora
þá hljóðaði frændi “þar fórstu alveg með það”.

Það næsta sem kom frá frænda var í sambandi við afmælisdaga… mér var semsagt tilkynnt það formlega að ég ætti að taka það að mér í mínu sambandi að muna afmælisdaga í Leifs fjölskyldu líka, það væri bara skylda konunnar í sambandinu! hmmm í gengum tíðina hef ég nú bara kynnst því að Karlmenn almennt eru hörmulegir í að muna dagsetningar! þannig að ég held að konurnar neyðist bara til þess að taka þetta að sér… en þessi skipun frá frænda var tilkomin vegna þess að frúin hans nennir ekki að muna þetta fyrir hann *hahah*

~~~~
Fannar frændi á líka svona yndislega frænda sögu… en samt ég ætti eflaust ekkert að vera að blogga um hana… stikkorðin úr þeirri sögu eru
skólaball
höstl
“leigubíll”

~~~~
Strákarnir hennar Brögu eru alger krútt… Þeir tóku upp á því vikurnar fyrir afmælið hennar að verða alveg ofsalega viljugir til þess að passa fyrir hana (vasapeningar hækka skilst mér ef þeir eru svo góðir). Kom svo í ljós á laugardaginn að þeir voru búnir að vera að safna fyrir afmælisgjöf handa mömmu “gömlu”. Keyptu alveg ofsalega fallegt hálsmen handa Brögu í afmælisgjöf.

~~~~
fyndið… allir þessir 6 frændur mínir eru tengdir múttu… hlýt að geta grafið eitthvað upp af frændasögum pabba megin *Hah*
eða á ég kannski bara frænkusögur þaðan…
sbr frænka sem giftist fanganum í gengum síma ?
eða já… er það ekki heill hellingur, það er allavegana kostuleg saga…

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme