Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

busy day!

Posted on 13/12/2004 by Dagný Ásta

vá hvað dagurinn er búinn að vera eitthvað upptekinn!!!

byrjaði á því að fara upp í vinnu og prenta út hluta af jólakortunum.. jájá útvaldir fá pínu öðruvísi kort en allir hinir.. kemur bara í ljós hverjir það eru

næsta skref var að fara í heimsókn til Kristins Hauks og foreldra hans… þvílíka krúttið!!! hann er alger rúsína, hann er samt ekki eins mikið baby og BÓL var enda munaði næstum heilu Kg á þeim *hehe* en vá hvað strákurinn var sætur, maður fær bara alveg *KLING* (má víst ekki tala svona, fékk hótun áðan um að pillan yrði talin ofaní mig á næstunni).

Mér var reyndar boðið í afmæli til Kristjáns Más litla frænda en ég gaf mér ekki tíma til þess að mæta þangað, sendi mömmu bara í staðinn *haha*
Fór frekar í laufabrauð í Álfheimana til fjölskyldunar hans Leifs. Þar var svaka stemmari og næstum öll fjölskyldan mætt í laufabrauðsútskurð og jólahlaðborð. Rosalega næs, ég mætti reyndar ein því að karlinn var að læra fyrir draugaprófið sitt… hann kom svo í matinn.
Halldóra kom með eitt það fyndnasta “Halló” sem ég hef heyrt ever…

“Afhverju ertu svona brún!??!?”

uhh það er nú bara afþví að ég fór í nokkra ljósatíma í nóvember… ekkert svakalegt sko…

jæja ég ætla að koma mér í svefn svo ég nái að vakna í fyrramálið…
takk fyrir daginn allir

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme