Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

232/365

Posted on 22/08/201922/09/2019 by Dagný Ásta

staðan á húsnæði Seljaskóla við skólasetningu 2-10 bekkjar.

Ég bara gat ekki sleppt því að skella þessu hingað inn sem mynd dagsins. Ég er svo sorgmædd yfir þeirri staðreynd að húsnæðið sé ekki lengra komið. Geri mér grein fyrir því að þarna er um mikið verk að ræða en þegar ég hef góðar heimildir fyrir því að takmarkað hafi verið unnið þarna hluta sumarsins þá get ég ekki annað en verið sorgmædd yfir stöðunni.

Okkur var jú tilkynnt í síðustu viku að húsnæðið sem við höfum til afnota í Fellaskóla sem skólinn hefur kosið að kalla FellaSel yrði tilbúið fyrir daginn í dag og ok jú ég fór í heimsókn og skoðaði aðstöðuna í fyrradag og hef svosem ekkert út á hana að setja en það er bara ýmislegt sem veldur óánægju meðal foreldrahópisins.

T.d. var alltaf talað um að krakkarnir myndu flytja “heim” um áramótin, ég tel að það sé bjartsýni, því miður. Ég vona innilega að þau verði komin “heim” snemma á næsta ári en ég er ekki bjartsýn. Fagna samt hverjum þeim degi sem þau munu ná “heima” á vorönninni!

232/365 staðan á húsnæði Seljaskóla við skólasetningu 2-10 bekkjar.
August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme