Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

227/365 Ísdagurinn mikli….

Posted on 17/08/201913/09/2019 by Dagný Ásta
227/365 Ísdagurinn mikli....

Við kíktum á ísdaginn mikla í dag, eða Ása Júlía var ekki með okkur þar sem hún var með Gunnari og Evu í afmælisgjöfinni sinni aka GungHo hlaupinu í Laugardal og svo skilst mér að planið hafi verið Húsdýragarðurinn í framhaldinu 🙂

Allavegana Við skelltum okkur í smá íssmakk… Furðulegustu bragðtegundir voru smakkaðar eins og Klettasalatsís (sem Olla fannst vibbi!) og Asparsís sem já var eeeekki málið! en drekaávaxtarísinn var góður!

Sigurborg greyjið fékk 2 vonda ísa í röð að hennar mati og var mjög treg við að smakka súkkulaði og poppísinn hjá pabba sínum í framhaldinu en eftir fögur loforð um að þessi væri nú ekki hræðilegur eins og hinir þá var mín kona mjög sátt.

Við smökkuðum reyndar ekki Lúsmýísinn enda búin að fá nóg þegar sá bás var næstur í röðinni en það er óhætt að segja að við höfum farið vel mett út af svæði Kjörís í Hveragerði 😉

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme