Við ákváðum að skella okkur í “smá” göngu eftir vinnu hjá mér í dag <3
Úlfarsfellið varð fyrir valinu, gönguleiðin upp frá leirtjörn í Úlfarsárdalnum.
Við gengum fyrst upp á Stóra hnjúk þar sem var hávaða rok en krakkarnir skemmtu sér stórkostlega við “fjúk”leiki á toppnum. Oliver var ekki lengi að finna gestabókina og vildu krakkarnir endilega skrá nöfnin sín þar.
Við færðum okkur svo yfir á Vesturhnjúk þar sem “Úlfarsfellsskiltið” er að finna áður en við fikruðum okkur svo niður aftur.

Krökkunum fannst þetta æði – og ekki skemmdi það fyrir að á leiðinni upp var nóg af berjalyngi til þess að líta á og viti menn slatti af krækiberjum rataði í munn 😉 sérstaklega Olivers eins og sjá má á mynd hér neðar.

Ef ég væri með skikkju þá stæði hún beint út í loftið núna 
Frábært hár! 
systkinin lesa á kortið 
smá snarlstopp 
fokleikur 
systkinin efst á vörðunni á Stóra hnjúki 
Passa sig 
Hvert skal haldið 
ekki bara berjablá á vörunum… 
þessi verður svakalega berjablár 
og þessari langar að verða berjablárri 
fallegi drengurinn okkar
