Við skelltum okkur í smá göngutúr í rigningunni í dag – eða þegar til kom var varla nein rigning en ósköp notalegur göngutúr í fallegri náttúru í Heiðmörkinni
Við sáum ýmislegt spennandi á þessum göngutúr en mest spennandi að mati barnanna var að það lítur út fyrir heilmikla berjauppskeru í ágúst! Þau vantar bara ogguponsulítið meiri safa til þess að verða delisíös! Ekki það að það þurfti ekki mikið til þess að Oliver yrði berjablár
Við mægðurnar fundum líka eggjaskurn sem Ásu fannst afskaplega spennandi og var mikið spáð í hvar hreiðrið væri eiginlega og hvaða fugl verpti svona fallegu eggi – Heiðlóa var svarið við því en hvar hreiðrið væri gátum við ekki svarað

Check out my activity on Strava: https://strava.app.link/z4hm0NfbKY