Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Helgin

Posted on 07/11/2004 by Dagný Ásta

Helgin hjá mér er búin að vera frekar róleg og þægileg í flesta staði…

við skötuhjúin mölluðum okkur kvöldmat saman á föstudaginn, dúlluðum okkur saman í eldhúsinu og höfðum það alveg rosalega kósí… Það er nú reyndar ekki hægt að segja að við hefðum verið í eitthvað flókinni matargerð enda var þetta bara smá svona mexícosull *Heh* skárum niður slatta af dóti til þess að setja í svona mexíkanskar pönnukökur (get enganvegin munað núna hvað þær heita) steiktum hakk og borðum þetta með bestu list!
svo var bara kúr og kósíheit yfir Friends og spjalli fram eftir kvöldi.

í gær (laugardag) skellti ég mér ásamt mömmu & Guðmundu frænku á Hárið, frábær sýning í alla staði og nokkur atriði komu mér þónokkuð á óvart.. eða reyndar ætti maður kannski frekar að segja að úthlutun laga kom mér á óvart… sbr hver söng Frank Mills lagið *hehe*
Þetta var dáldið spes ferð þar sem ég fór á Hárið fyrir 10 árum en mamma & Guðmunda fóru saman á Hárið þegar það var sýnt fyrst hér á landi árið 1971 í Glaumbæ (árið áður en Glaubær brann!).

svo í dag er það letidagurinn mikli *jeij*

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme