Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

spes pitza

Posted on 08/11/2004 by Dagný Ásta

Var að lesa færslu hjá Tryggva og sá þar link yfir á eldhús.is og þar sem ég er linkaasni þá smellti ég auðvitað á þann link…
Þar leyndist þessi spes pitza

Búkolla
Mjög frumleg en umfram allt bragðgóð pizza
Pizzabotn að eigin vali (sjá t.d. annarsstaðar á vefnum)
Bernaise sósa
Nautakjöt (lundir/file, ca 3-400gr)
Franskar kartöflur
Rifinn ostur (t.d. Mozzarella ca 2-3 pokar)
Salt og pipar

Bernaisesósan er kæld svolítið svo hún renni ekki eins mikið.
Þar næst er henni dreift á pizzabotninn sem hefur verið flattur þannig að kantarnir standi aðeins uppúr ef sósan skildi renna til.
Nautakjötið er skorið í litla bita (ca. krónu/þumalstærð) og steikt á pönnu, ágætt er að krydda kjötið eitthvað.
Þegar bitarnir hafa verið steiktir er þeim dreift á botninn þannig að þeir næstum þekji botninn.
Þvínæst er frönskum kartöflum (sem er búið að steikja/baka!) dreift yfir allt saman.
Nú er rétti tíminn til að strá smá pipar yfir allt saman og jafnvel salt ef fólk vill.
Yfir þetta allt saman er svo ostinum dreift og ekki spara ostinn!

Pizzan er svo sett inn í heitan ofn og elduð þartil osturinn og kantarnir eru orðnir fallega gullnir.

Verði ykkur að góðu!

svona á svo útkoman að vera ca (auðvitað mínus bangsinn þarna)

Ég er ekkert alltof viss um að ég myndi vilja prufa þetta en er samt ekki sniðugt að prufa sem flest amk 1x…
það er allavegana mitt mottó…
nema að það innihaldi ferska Engiferrót þá segji ég pass… hef takmarkaðan áhuga á að lenda á slysó með bráðaofnæmi *haha*

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme