Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

jólakortadútl

Posted on 12/11/2004 by Dagný Ásta

Ég er búin að vera að dunda mér við það fyrir framan sjónvarpið að púsla saman jólakortum… búin að finna mér týpu sem mér líkar vel við og ætla bara að fjölfalda hana í nokkrum litbrigðum

Pabbi ætlar reyndar að búa til lítið ljósaborð handa mér svo ég geti gert þessa týpu en þar sem karlinn er að koma heim oft á tíðum rétt fyrir kvöldmatartíma þá hef ég það bara ekki í mér að vera að reka á eftir því.. enda er maðurinn þá búinn að vera að vinna frá 8 um morguninn (sem gerir hvað ca 9 klst í iðnaðarvinnu).

En ég er búin að redda mér dáldið.. á glæran kanntaðan blómavasa og sting svo litlum lampa sem ég á inn í hann á meðan ég er að “embrossa” þessar myndir sem ég er að gera… passa mig reyndar á því að gera bara 1 í einu og tek lampann úr vasanum á meðan svo að þetta ofhitni ekki.
Ég fann bara þetta kort á netinu til þess að taka sem dæmi um hvað “embross” er fyrir þá sem ekki vita.

Ég er sem betur fer ekki með trilljón manns á jólakortalistanum mínum en vá hvað það mun fjölga þegar ég flyt að heiman *jikes* ég fæ nefnilega enn að fljóta með á jólakortunum frá ma&pa til ættingjanna
En það er víst bara svona að eiga stóra fjölskyldu, bara gaman að því.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme