Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

jeij snjór!

Posted on 17/11/2004 by Dagný Ásta

já ég ætla að tala um snjóinn einu sinni enn…

Við skötuhjúin fórum út í göngutúr í gærkveldi í nýföllnum snjónum… ég er alltaf eins og smákrakki þegar svona skemmtilegur snjór kemur *jeij* ekta snjór til þess að fara í snjókast, búa til snjókalla og snjóhús… samt merkilega lítið af krökkum úti *heh* verst að ég var enganvegin klædd til þess að gera neitt þessháttar bara í venjulegum fötum, ekkert sem heitir kuldagalli eða neitt þessháttar… langaði líka að búa til snjóengla en neeeeeeeeeeeeeeiiiiiiii.. sko það er alveg á hreinu að ég myndi fara út með krakka í dag (ef ég ætti eitt slíkt) að búa til snjóhús/snjókalla/snjóengla út í garði *jeppsípeppsí* alveg á hreinu!

Ég var voðalega ánægð í gærdag að ég skyldi sko ekkert vera á neinni hraðferð þannig að það var ekkert mál að eyða 10 mín í að keyra framhjá þjóðminjasafninu *heh* það var ekki séns á að komast inn í hringtorgið.. allir svo skíthræddir um að næsti bíll væri á sumardekkjum, bara fyndið…

Við vorum einmitt að ræða snjómál í gær ég og MI sjúkraþjálfari… þ.e. áður en það byrjaði að snjóa.. vorum sko báðar eiginlega á því að það væri bara fínt að hafa snjó það sem eftir er nóvember mánaðar, en samt ekki leiðinlegan snjó (leiðinlegur snjór = slydda, krap og hálka) helst smá snjófall á hverjum degi svo að við getum fengið að hafa fallegan hvítan snjó á hverjum degi svo í kringum mánaðarmótin þá má snjórinn fara alveg í einum rykk (bara rigna vel niður) og haldast snjólaust fram til svona 18 desember eða svo og þá má byrja að snjóa aftur… svona eins og í gær barasta… og sá snjór má haldast fram yfir jólin

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme