Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

lítill heimur

Posted on 17/11/2004 by Dagný Ásta

heimurinn getur verið annsi lítill

Fyrir nokkrum árum flutti móðursystir mín til Grindavíkur frá Ólafsvík, hún fékk sér vinnu svona eins og gengur og gerist og eftir nokkurn tíma þá kemst hún að því að mamma æskuvinar míns (þá er ég að tala um bestabestabesta vinar míns frá því að ég var enn með bleyju & þar til ég flutti frá Vogunum) er að vinna með henni… voða gaman, búin að fá uppdeit á hans lífi síðustu ár… frétti t.d. að hann væri farinn að búa og orðinn pabbi… á einn lítinn strákaling sem er 3 ára. Mér þykir þetta dáldið sniðugt.
Kíkti á heima-tölvupóstinn minn áðan og þar lá bréf frá þessari móðursystur minni merkt “fréttir” hey hún var að segja mér frá því að Steini Beini væri orðinn pabbi á ný fékk semsagt annan strákaling í gær, Til hamingju með það Steini minn

Annars er maður alltaf að taka betur og betur eftir því hvað þessi heimur er ferlega lítill…
annað dæmi:
í haust fréttist það að Víkingur frændi Leifs væri búinn að finna sér dömu og er hún Ólsari, forvitnin í mér og fleirum leiddi til þess að ég komst að því að hún er æskuvinkona Guðbjargar frænku, bjó meiraðsegja á móti þeim hérna fyrir mörgum árum í Hábrekkunni… og skv múttu minni erum við víst e-ð skildar líka (langalangalangaamma eitthvað skyldleiki) aníhú Ég var að skoða síðuna hennar Sunnu (sem litli heimurinn hagar þannig að er fyrrverandi bekkjarsystir mín frá því í Grandó OG frænka Leifs) um daginn og þar rekst ég á link yfir á gamla bekkinn hennar í MR hver haldiði að leynist í þeim bekk… engin önnur en áður nefnd Víkingskærasta!!!

Alltaf gaman að uppgötva svona

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme