Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Ofnæmisgemsi

Posted on 15/10/2004 by Dagný Ásta

Ég er með ofnæmi fyrir tisum, hundum, allskonar grænum gróðri, frjókornum og bráðaofnæmi fyrir ferskum engifer/engiferrót. Ég er sem betur fer ekki með neitt heiftarlegt ofnæmi fyrir utan Engiferið þannig að ég kemst vel af yfir sumarið með vasaklút, Telfast & Mildison. Kisuofnæmið er það sem ég er sárust yfir að hafa greinst með. Mér þykir alveg einstaklega gaman að kisum og átti sjálf eina slíka í 13 ár! Sakna hennar alveg heilan helling og vildi óska þess að hún hafi ekki þurft að deyja.

Fólk spyr mig reglulega hvernig það hafi eiginlega verið að vera með ofnæmi fyrir tisum og eiga kött… Ég get eiginlega ekki sagt neitt annað en sjálfselska í mér þar sem ég greindist ekki með þetta ofnæmi fyrr en 2 árum eftir að við fengum hana og það var ég sem þvertók fyrir það að láta hana fara. Þannig að hún fékk að vera hjá okkur í 11 ár til viðbótar eða þar til hún fékk krabbamein og við þurftum að láta svæfa hana.

Þótt undarlegt sé þá fann ég ekki eins mikið fyrir ofnæminu á þessum tíma og ég geri í dag. Má velvera að þeir kettir sem ég umgengst í dag séu það ungir að þeir séu enn að mynda eitthvað sem virkjar ofnæmisviðbrögðin hjá mér eða þá að ég hafi verið í stöðugu áreiti og þar af leiðandi ekki fundið eins mikið fyrir þessu og ég geri í dag. Ég hef lent í því að vera í heimsókn hjá Iðunni og ekki höndlað að vera þar nema í stuttan tíma þó svo að ég hafi ekki verið að knúsast utan í Tinna. Ég veit alveg upp á mig sökina í gærkveldi því að ég var þvílíkt að knúsast utan í Heimi og dekstra við hann með klórubrögðum sem ég vissi að Trýnu minni líkaði.

Aníhú ég verð víst að bíta í hið súra epli að vera með þetta bévítans ofnæmi… hefði alveg verið til í að eignast annan kött því að þótt það sé ótrúlegt fyrir suma þá eru kettir alveg yndisleg dýr sem getur verið virkilega gaman að. Þeir eru rosalega miklir karakterar og sterkir persónuleikar.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme