Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

ég er svo rík!!!

Posted on 17/10/2004 by Dagný Ásta

Ég er búin að vera að skoða og spá og spegúlera hvað ég á að gera við alla peningana mína þar sem ég er svona hrikalega rík…
Búin að vera að skoða reikningana hjá bönkunum þ.e. hverjir bjóða bestu vextina án þess að læsa reikningunum í 10 ár eða svo (ýkjur ég veit) og þykjast geta lesið eitthvað af viti úr þessum upplýsingum um skuldabréf/hlutabréf og einhverja sjóði… ég held ég sé bara heimsk eða eitthvað því að oft þá er þetta bara kínverska fyrir mér… fæ vonandi einhvern til þess að hjálpa mér að skoða þetta (hef allavegana bankaútibússtjóra, hagfræðing og svo grúskara til þess að pikka í axlirnar á)

Allavegana ég er að þykjast vera að taka fjárhaginn aðeins í gegn hjá mér þar sem ég er ekki að borga neina reikninga sem slíka lengur.. allavegana þá er ég búin að klára að borga afborganirnar af bílnum (jeij ég á bíl skuldlausan), tryggingarnar hafa lækkað þar sem ég sagði upp kaskótryggingunni, símareikningurinn er allavegana aðeins lærri núna en síðast og svo frv… svo auðvitað fékk ég nokkra tíma í yfirvinnu um síðustu mánaðarmót þannig að ég gat kannski klipið meira af en ég hefði annars gert. Hvað um það… ég er allavegana að ná að mynda smá sjóð í pokahorninu og ég vil reyna að ávaxta hann sem best. Ég er nefnilega að melta það hvort ég eigi að binda þetta kannski í ár og eiga þá ágætis sjóð sem getur gengið upp í útborgun á íbúð. Ég er með draumóra eins og er þar sem upphæðin er ekki einusinni 100þ kall en samt… hvað veit maður hvernig staðan verður í vor ? ef allt heldur áfram sem það gerir í dag

Annars þá er aldrei að vita nema ég taki þetta bara allt út aftur og fari á eitt allsherjar “shoppingspreee”

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme