Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Eldað með börnum

Posted on 12/10/201812/10/2018 by Dagný Ásta

Ég er búin að vera að reyna að komast inn á námskeið hjá SFR – Gott að vita, Eldað með börnum, núna nokkrum sinnum.
Oliver finnst ofsalega gaman að elda og eigum við okkar moment þegar við dettum niður á nokkra af þessum kokkaþáttum í sjónvarpinu – hvort sem það eru keppnir eða bara 1 stk Nigella að malla í eldhúsinu.

Við semsagt náðum plássi í kvöld og skemmtum okkur bæði mjög vel.

Einbeitingin alveg hávegum

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari sér um námskeiðið og vorum við með aðstöðu í eldhúsi Hússtjónarskólas á Sólvallagötunni.

Málið er að á þessu námskeiði eru foreldrarnir aðstoðarkokkarnir en krakkarnir eru yfirkokkarnir þannig að Oliver fékk að velja réttina og var við stjórn í eldhúsinu 🙂 það fannst drengnum ekki leiðinlegt!

Réttirnir sem hann valdi voru Tómatsúpa með Basil og Agúrku og melónusalat. Báðir voru mjög góðir, eða það litla sem við smökkuðum af salatinu þar sem einn snillingurinn braut glas á borðinu og við svo óheppin að salatið var þar næst og glerbrotum ringdi þar yfir 🙁

Á Námskeiðinu voru 6 “pör” sem skipt var á 5 stöðvar og útbjó hver hópur 2-3 rétti sem allir nutu góðs af. Uppistaðan í öllum réttunum nema 1 var grænmeti – þessi eini átti að vera með tófú en því var skipt út fyrir kjúklingabringur sem átti að sýna hversu auðvelt það væri að breyta og bæta réttina 😉 

Veisluborð 

Okkur Olla þótti þetta mjög skemmtilegt og fróðlegt. Kom syninum reyndar aðeins á óvart hversu mikið stúss er í kringum saxerí í eldamennsku en það er auðvitað eitthvað sem lærist eftir því sem maður lærir betur að beita hnífunum.

Mælum hiklaust með því að skella sér á svona námskeið verði það aftur í boði! ég er amk mikið að spá í að reyna að ná plássi fyrir mæðgnastund með Ásu Júlíu! 

2 thoughts on “Eldað með börnum”

  1. Maggi says:
    23/10/2018 at 12:04

    Skemmtilegt, var þetta eitt kvöld ?

    1. Dagný Ásta says:
      30/10/2018 at 09:38

      Já þetta var bara 1 kvöld – eitt af fríu námskeiðunum hjá SFR.

Comments are closed.

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme