Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Ikeaferð

Posted on 06/10/201809/10/2018 by Dagný Ásta

Verð að viðurkenna að útstáelsi var ekki efst á forgangslistanum í dag þegar veðrið tók að versna en ég var búin að lofa bæði Olla og Ásu að græja ákveðin atriði fyrir herbergin þeirra.

Oliver vantaði hillu inn í herbergi og okkur Leifi langaði að setja hurðir á hluta af Billy hillunni sem er þar fyrir. Skrifborið hennar Ásu er afskaplega ópraktiskt hvað varðar geymslu þannig að við vorum búin að tala um lengi að skipta því út. Ég ákvað því að drífa í því áðan um leið og Ása var farin í afmæli til vinkonu sinnar. 

Ikeabörn#roommakeover #Ollinnminn #Skottuborginmín #ikea
IKEA systkinin

Aldrei þessu vant þá gat ég gengið að ÖLLU sem ég ætlaði að kaupa í IKEA, ekkert svona “1 hlutur ekki til” fyrirbæri 😀

Oliver hjálpaði mér að koma dótinu í bílinn og fannst það afskaplega fyndið að hillan hans væri svo löng að hún fór inn á “hans svæði” í bílnum svo að hann hafði ekki möguleika á að kíkja yfir til Sigurborgar þar sem hillan var alveg fyrir.

Við fórum líka í Costco og Bónus – alveg dásamlegt að vera í svona stússi í brjáluðu roki og ÚRHELLIS rigningu. Enda var Oliver rosalega mikil hjálp mér að ferma bílinn þegar ég náði loksins að koma honum að “farm”stæðinu hjá IKEA. 

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme