Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

litla sjarmatröllið

Posted on 21/10/2004 by Dagný Ásta
Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að heimsækja þetta litla sjarmatröll í gærkveldi en hann var barasta alltof hlýðinn strákur og farinn að sofa… o jæja verð samt að drífa mig í heimsókn til þeirra mæðgina fljótlega á “kristnilegum” tíma svo ég geti nú knúsað hann aðeins og dást að því hve stór drengurinn er orðinn…

Ég fór allavegana að hitta múttuna hans (Lilju gellu) & Sirrý í gærkveldi… merkilegt hvað við getum alltaf talað saman lengi… skreið inn heima rúmlega 1 í nótt eftir langa og góða kjafta/spila/kjaftameira törn Annars finnst mér það alveg frábært að við skulum enn geta hist svona og blaðrað og verið enn svona góðar vinkonur því skv því sem sagt er þá “missir” maður tengslin við æskuvinina á einhverjum X tíma… bull og vitleysa… ég & Liljan erum t.d. búnar að þekkjast í 15 ár *jikes* og ég & Sirrý erum búnar að vita af hvor annarri í álíka langan tíma (þó svo að við kynntumst í raun ekki fyrr en í 8/9 bekk) æj mér þykir þetta bara yndislegt og alveg ofsalega vænt um þessa staðreynd.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme