Yndislegt brúðkaup í gær – hvað annað er hægt að segja.
Sigurborg og Þorbjörn áttu daginn í glampandi sól og dásamlegu veðri.
Athöfnin sjálf var í Háteigskirkju en veislan í sal Ferðafélagsins í Mörkinni.
Ó svo falleg athöfn þar sem Ingibjörg stal senunni með fallegum söng til foreldra sinna <3
Glæsileg veisla í framhaldinu með gúrmé mat og glæsilegri köku sem Sigurborg galdraði fram. Dansað fram eftir nóttu og miðnætur göngutúr yfir í Álfheimana í gjafaburð þegar veislunni lauk.
Dásamlegt alveg hreint í alla staði <3
Til hamingju aftur elsku Sigurborg & Tobbi!

Velkomin! 
Borðaskipulagið 
“Vilt þú…” 
Frændsystkinin spennt í athöfninni 
Yndislegu systkinabörnin <3 
Brúðhjónin mætt í veisluna 
Tertan! 
Myndataka fyrir næturpass! 
í lok yndislegs dags <3