Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

útlönd?

Posted on 24/10/2004 by Dagný Ásta

ma & pa eru eiginlega búin að ákveða að skella sér til einhverrar Evrópuborgar í lok nóvember líkt og við gerðum í fyrra… Haldiði að þau ætli ekki að bjóða prinsessunni með *jeij* verst að þetta er á versta tíma fyrir Leif þar sem þetta er síðasta helgin áður en próftörnin byrjar hjá honum. En það þýðir þá líka að ég get keypt jólagjöfina hans úti og ekkert þurfa að hafa fyrir því að laumupúkast *jeij*

Þetta er reyndar ekki alveg staðfest.. við töluðum við Flugleiðir áðan þar sem við ætlum að notfæra okkur þetta tilboð sem þeir eru með 19900 ferðapunktar + skattar þannig að við borgum í raun bara flugvallaskattana og það… En þær dagsetningar sem við höfðum í huga voru allar bókaðar en mamma á að hafa samband við þá aftur á morgun þar sem okkur langar mest að fara aftur til Köben og það eru víst ekki allir búnir að staðfesta miðana þannig að það er alveg inn í myndinni!!!! En ef það gerist ekki þá gæti alveg verið að við færum til Frankfurt eða Parísar eða e-ð annað *jeij*

það er barasta veldi á minni semsagt að fara til útlanda 2x á innan við 6 mánuðum *jeij*

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme