Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

halllllóóoooo

Posted on 29/10/2004 by Dagný Ásta

Halló *bergmál*

jebb hér er bergmál því að það er enginn í vinnunni nema ég!!!
reyndar er GB nýfarin en samt það er enginn eftir nema ég… þannig að ég er að spá í að stelast til þess að fara rúmlega 3… enginn tilgangur í rauninni til þess að hanga hérna ein til kl 4 🙂

Ég er búin að vera ferlegur letibloggari síðustu daga… veit ekki afhverju, finnst ég í raun hafa lítið sem ekkert að segja… kem orðum illa eða ekki frá mér og svo framvegis… frekar pirrandi.
Fór reyndar um daginn til þess að prufukeyra nýjan VW Póló og lenda þar af leiðandi í einhverjum potti þar sem möguleiki var á að vinna ferð til New York í 5 daga *jeij* veit samt ekkert hvort ég hafi yfir höfuð unnið nokkurn skapaðan hlut þar sem dregið var í þessu dóti í gærkveldi… mín heppni þá vann ég kannski bíómiða… enda er það “hefðin” hjá mér…

Svo er ég líka orðin háfgerð grasekkja *kvartogkvein* þar sem prófstress er farið að herja á karlinn og hann er eiginlega fluttur niður í VRIII. Rétt fæ að sjá hann í hádegishléi og/eða kvöldmat og svo er hann að skríða inn um miðnætti á Framnesveginn… frekar leiðó. Lítið við því samt að gera enda verður hann víst að læra ef hann þykist ætla að verða Verkfræðingur

jæja ég ætla að gera upp og stinga svo af

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme