Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Tvöfeldni

Posted on 30/10/2004 by Dagný Ásta

Ég var að spjalla við eina vinkonu mína áðan og umræðan barst að því hversu tvöfalt sumt fólk getur verið… þá er ég ekki að tala um fólk sem er falskt gagnvart þér með það hvort þeim líkar þinn félagsskapur eða ekki… heldur einstaklingar sem geta verið í sambandi við 2 (eða fleiri) einstaklinga samtímis… verið í sambúð með X og táldregið Y svo langt að þeir eru áleið í samband með þeim aðila… pínu flókið ég veit.

Þetta á ekki aðeins við um kvk heldur einnig um kk… þannig vill reyndar til að við vinkonurnar þekkjum báðar aðila sem hafa verið í þessum sporum… þ.e. verið sá/sú tvöfalda/i. Minn aðili kom reyndar svona fram gangvart mér en vinkona mín var áhorfandi í sínu máli.

Málið er bara að ég næ ekki hvernig einhver getur haldið uppi sambandi við 2 (eða fleiri) einstaklinga í lengri tíma… ok mín “aðstaða” var reyndar bara nokkrir mánuðir en hjá vinkonu minni spannaði tímabilið nokkur ár!

Hvað er það sem knýr fólk til þess að svíkja mann svona ? Sú “afsökun” að vera ástfanginn af báðum aðilum er dáldið skrítin en jú í sjálfu sér alveg möguleiki. En á móti kemur hvernig aðstöðu lendir viðkomandi í þegar “allt kemst upp” á maður þá að segja við báða einstaklingana “já en ég elska ykkur báða/báðar”

æji það komu hellings af atriðum upp í hugann á mér áðan sem og vinkonu minni sem gerði okkur bara ringlaðar og vissum eiginlega ekki hvað við áttum að halda um þá aðila sem eitt sinn voru okkur kærir en í dag lítum við á í allt öðru ljósi en við gerðum áður en þetta allt komst upp.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme