Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

smá pæling #2

Posted on 18/09/200404/07/2005 by Dagný Ásta

ég spurði um daginn hvert þið mynduð fara ef þið fenguð ótakmarkað ferðafé en mættuð ekki fara í heimsreisu…

Ég ætlaði mér alltaf að svara þessu fyrir löngu sjálf en margt komið inní þannig að ég hef ekki getað sest niður sjálf til þess að skrifa almennilegt svar fyrir sjálfa mig. En hér kemur það loksins!

Ég sjálf myndi sennilegast fara á einhvern stað í heiminum sem er ólíklegt að ég myndi velja sjálf sem áfangastað ef ég væri að pæla í ferðalögum. Einhvern stað þar sem ég hef enga tengingu… Ég hef farið nokkrum sinnum til USA og myndi frekar kjósa að fara eitthvað annað í þetta sinn.. þar sem ég get alltaf farið þangað í raunnini, og það er líka alltaf inn í myndinni ef stendur til að ferðast.

Ég væri alveg til í að fara til Asíu, fara til Singapore sem mér skilst að sé rosalega falleg. Ég væri líka til í að fara til einhverra landa í Suður Ameríku, sbr Bólivíu eða Costa Rica. Kem sennilegast ekki til með að fara þangað enda fannst mér líka stórkostlegt þegar Urður fór til Bólivíu sem skiptinemi og Hafrún frænka til Costa Rica.
Annars þá er heimurinn stór og ég er aðeins búin að sjá pínu lítið brot af honum… langar til þess að sjá svo margt… ef ég væri að ákveða stutta ferð næsta sumar væri ég sennilegast að spá í Króatíu eða París… EN það er ekki alveg á planinu.

Er allavegana með það á hreinu að ef mér byðist svona ferð þar sem ég mætti fara hvert sem er í heiminum þá væri það sennilegast til lands/borgar sem ég er nokkuð viss um að ég myndi ekki fara ef ég þyrfti að huga að kostnaði.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme