Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

afmælið hans Fannars frænda

Posted on 27/09/2004 by Dagný Ásta

Fannar hélt veglega upp á afmælið sitt á laugardaginn var í Röstinni á Hellisandi (sem er félagsheimilið á Hellisandi) og var þar margt um manninn enda með endæmum vinsæll strákur þar á ferð, ég meina hver annar á 4 mömmur og 2 ömmur á einu heimili til þess að ala piltinn upp *haha* smá fjölskylduhúmor…

Nokkrir tóku sig til og héldu ræður, hvort sem það voru lofræður eða grínræður eða hreinlega myndashow um prinsinn… Palli frændi tók sig til og var með myndasýningu… alveg spurning hvort ég ætti að fara með það í persónuvernd þar sem hann tók sig til og sýndi nektar mynd af MÉR! *hah* bara grín, þetta var víst mynd af okkur frændsystkinunum saman… það er svona þegar verið er að baða mann ha maður gat það víst ekkert sjálfur á þessum tíma…

Kvöldið heppnaðist alveg snilldar vel og var Fannar vel kátur með kvöldið.
Afi var hinn hressasti og sat sem fastast þar til Hljómsveitin átti að byrja að spila… Það var nefnilega réttarball um kvöldið, húsið opnaði ss kl 11 fyrir “almenning” og við hin sem vorum enn inni vorum öll stimpluð sem “greidd” fullorðnafólkið var alveg þvílíkt hissa og það var nú bara fyndið að fylgjast með þeim *Haha*
Þegar komið var að afa að fá stimpil leit strákurinn sem var að vinna þarna á hann og sagði svo “nei þessi fær alltaf frítt” haha afi er 91árs!!!! jájá afi gamli er alltaf á böllum *hóst*jájá*hóst*

Ég segji bara,

Takk fyrir mig elsku Fannar minn

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme