Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Lappaveisla!

Posted on 01/04/201711/04/2017 by siminn
Nomnomnom Hið árlega snilldar fjölskylduboð í Borgarnesi #fjölskyldan #sviðalappir #lappaveisla #fjölskylduboð #L
Þessari fannst sviðalöppin ekki sem verst

Vífill og Jónína standa fyrir sínu – Lappaveisla fyrir stórfjölskylduna líkt og undanfarin ár og alltaf jafn gaman að kíkja í Borgarnes og hitta fólkið, hvort sem það kom úr Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Borgarnesi, Ólafsvík, Njarðvík eða Hellu!

Sigurborg fékkst loksins til þess að smakka löpp 😉 og fannst hún bara alls ekki sem verst 🙂 Olli nartaði líka í löpp en Ása tók sig til og fékk sér bita af sviðatungu… var búin að segja henni að þar sem hún héldi svona mikið upp á nautatungu ala Inga amma og Skúli afi þá yrði hún að fá sér bita af kindatungu – gerði henni þó grein fyrir því að þetta væri nú ekki alveg það sama en best af öllu væri að smakka 😉 Hún vildi fyrst meina að það væri engin tunga á boðstólunum enda eru kindatungur margfallt minni en nauta *haha* Jóhanna amma var fljót að benda henni á hvar tunguna væri að finna, í Sviðakjammanum 🙂

Sigurborg Ásta fékk að skoða litlu 6vikna frænku sína, dóttur Ólafar og Jóhanns. Ekkert lítið sem henni fannst spennandi að skoða þessa litlu fingur og best af öllu var þegar Ólöf bauð henni að halda á litlu frænku, Vá hvað hún stækkaði við það og var ekkert smá montin yfir þessu öllu saman – þetta var sko litla frænka HENNAR.

Takk fyrir okkur elsku Vífill & Jónína!

 

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme