Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

prjón: vettlingar

Posted on 08/02/201708/02/2017 by Dagný Ásta

vettlingar – alltaf þörf á pari ekki satt ? eða amk gott að eiga eitt – eða tíu eins og Ása Júlía sem nær með einhverjum óskiljanlegum hætti að glata merkilega mörgum vettlingum – þrátt fyrir að vera vel merktir *dæs*

Tók mig til og gramsaði aðeins í lopakössunum mínum og fann þar álafosslopa og slatta af hálfuppundnum plötulopa í nokkrum litum. Ákvað að nýta ca 3 “kúlur” af plötulopanum og eina af Álafossdokkunum og útkoman varð þessi 😉

The World’s Simplest Mittens
Álafosslopi #0159
prjónar nr 4,5mm og 5,5mm
Ravelrylinkur

Mjög þægileg uppskrift og fljótprjónað enda stórir prjónar 😛 kláraði þetta par á 1 kvöldstund. Það eina sem ég persónulega myndi gera næst (já ég mun nota þessa uppskrift aftur fyrir svona vettlinga, alveg pottþétt!) er að gera þumlana aðeins lengri, finnst þeir full stuttir – sérstaklega þar sem lopinn mun þæfast með tímanum.
Er búin að finna mér meiri álafosslopa til þess að gera par á Oliver & mun pottþétt gera par á Sigurborgu Ástu.

Þæfðir vettlingar fyrir 4-10 ára úr þreföldum plötulopa úr bókinni Vettlingar og fleira
Plötulopi #1424 (1þr) & #0001 (2þr)
prjónar nr 6mm
Ravelrylinkur

Nýtti hér svolítið af plötulopastashinu mínu 🙂 ágætis uppskrift finnst þeir reyndar hafa orðið svolítið mjóir og langir hjá mér en það gerir lítið til þar sem Ása er frekar handnett. En þéttir og hlýir eru þeir sem var auðvitað aðal atriðið sem ég var að sækjast eftir 🙂

October 2025
M T W T F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme