Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

6barna helgi

Posted on 23/01/201702/02/2017 by siminn

Við vorum með strákana úr Norðlingaholtinu hjá okkur frá föstudagseftirmiðdegi og þar til í morgun – þannig að óhætt er að segja að í húsinu hafi verið aldeilis líf og fjör.

HI, Olli og Leifur byrjuðu á nýrri lego “bíómynd”. HI er með app í iPadinum þar sem hann raðar saman myndum sem teknar eru með örlítilli breytingu á milli og spilast svo sem video eða í rauninni sem gif – svolítið skemmtilegt 🙂

Helgarpabbinn í bíó með börnin 6 #súperpabbi #bræðrabörnSkelltum okkur með allan hópinn í bíó á laugardaginn og sáum myndina Syngdu þar sem amk flestir skemmtu sér ágætlega. Sigurborg Ásta sofnaði reyndar rétt fyrir hlé.. átti í slatta basli með að koma sér fyrir í fanginu á mér en það hafðist á endanum og fékk hún ca 10m lúr þar.

Dásemdar börn... lífið er búið að vera ansi fjörugt hér um helgina með þessum 6 :) hefði alveg verið til í að hafa frænku þeirra líka Við dirfum okkur svo í sund í gær og “böðuðum” hópinn – ahh einfaldleikinn 😉
Okkur fannst reyndar hálf skrítið að vera spurð hvort við ættum öll þessi börn þar sem þau voru 5 undir 10 ára (aldursviðmið með að fara ein í sund er 10 ára) og ég var fljót að jánka því þar sem mig grunaði að ef ég segði nei yrði eitthvað ves- sem var rétt hjá mér! hefðum fengið synjun á sundferð ef við hefðum sagt nei! Þrátt fyrir að vera 2 fullorðin. Hinsvegar hefði ekkert verið sagt við okkur ef ég hefði farið fyrst og fengið aðgang fyrir 3 börn og svo Leifur og beðið um aðgang fyrir 3 börn – sem er pínu skondið.

Allavegana! aldeilis fjörug helgi og ég er bara ekki frá því að hér muni allir sofna snemma í kvöld 😉 stefnir amk í það!

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme