Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

heimsókn & piparkökur

Posted on 13/12/201621/12/2016 by Dagný Ásta

Við fengum systkini Leifs og börnin í heimsókn í dag með það í huga að baka og skreyta piparkökur sem við og gerðum auðvitað – helling af þeim!

Þegar krakkarnir voru um það bil hálfnuð ruddist inn furðufígúra í rauðum fötum með mikið sítt skegg og stóran staf.

Jújú þarna var Bjúgnakrækir sjálfur mættur við mikla gleði krakkanna, sérstaklega miðjuhópsins 🙂

Við foreldrarnir lágum í hláturskasti yfir fíflaganginum í sveinka og krökkunum en í heildina skemmtum við okkur öll mjög vel. Krökkunum fannst þetta bara gaman og sungu Hoppulagið með sveinka og dönsuðu með 🙂

Stundum fáum við furðulegar heimsók ir í Kambaselið börnunum til mikillar gleði :)

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme