Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

á Austurleið… ferðasaga partur 1

Posted on 09/07/201630/07/2016 by Dagný Ásta

eftir að hafa eytt nokkrum yndislegum dögum í Ossabæ með tengdó og Hrafni Inga hófst ferðalag fjölskyldunnar þetta sumarið fyrir alvöru. Stefnan var tekin á sumarbústað SFR að Eiðum. Nokkrir klukkutímar af akstri framundan með fyrirfram plönuðum stoppum á nokkrum stöðum.

Eftir fyrsta stopp á Hvolsvelli þar sem allir voru nærðir (bíllinn lika) var haldð beinustu leið að Seljalandsfossi þar sem við kíktum aðeins út í smá göngutúr. Krökkunum fannst rosalega spennadi að fara á bakvið fossinn. Við Sigurborg Ásta notuðum tækifærið og smelltum nokkrum myndum af henni í nýju peysunni sem ég var að klára af dömunni.

😙
við hjónakornin við Seljalandsfoss

Næsta stopp var svo við Skógarfoss þar sem krakkarnir þutu upp stigann á undan okkur og “váuðu” svo yfir útsýninu þarna uppi og þeirri staðreynd að þetta væri í alvöru fyrsti leggurinn í alvöru fjallgöngu… aka Fimmvörðuhálsinn.

Já ég líka! #Kaldalsumarfrí2016

Fífur!
hef alltaf verið svolítið veik fyrir fífum 😉
Við Skógarfoss #Kaldalsumarfrí2016
Duglegu börn við Skógarfoss

Á Söndunum keyrðum við fram á sandstorma sem heilluðu Leif svo að hann tók túristann á þetta og stoppaði við fyrsta tækifæri í vegakantinum og reif upp myndavélina til að reyna að ná þessu fyrirbæri á mynd.

Áfram héldum við og í stuttu pissustoppi á Klaustri rákumst við á Láru Mariu & Óla á leiðinni heim og úr varð að við myndum stoppa þar í kvöldmat.

Fyrst var samt planið að stoppa við Jökulsárlón. Svo einlæg “vá” heyrðust frá Ásu Júlíu þegar hún sá fyrstu jakana fljótandi um á Lóninu var yndislegt að heyra. Hún varð alveg heilluð. Sem og við öll, þetta er svo falleg sjón að maður á eiginlega ekki orð yfir þessa fegurð.

við Jökulsárlón #latergram #Kaldalsumarfrí2016
Systkinin við Jökulsárlón

Tjörn 1 var næsta stopp og var það ekki leiðiinlegt. Leifur tók að sér að grilla þar sem bræðurnir voru á kafi að heyja, Óli dauðþreyttur eftir keyrsluna og Lára að græja meðlætið.

Olli að hjálpa Agnari að rúlla á Tjörn #Kaldalsumarfrí2016
Olli að hjálpa Agnari að rúlla á Tjörn

Borgarbarnið

Ásu og Olla bauðst að hjálpa aðeins til í heyskapnum og fannst það nú ekki leiðinlegt. Olli fékk að rúnta með Agnari á bindivélinni en Ása Júlía hjálpaði Halldóri að safna heyi sem vélin náði ekki í fyrstu umferð.

Í heimsókn á Tjörn #latergram #Kaldalsumarfrí2016

Einnig kíktum við á Nautin á bænum og krakkarnir gerðu heiðarlegar tilraunir til þess að belgja þau enn frekar út af fersku grasi.
Heimsókn á Tjörn #Kaldalsumarfrí2016

Við lögðum af stað í lokalegginn full seint eða um kl 22. Við vorum nokkuð heppin með veðrið það sem eftir var af ferðinni og gekk mjög vel enda vorum við komin á áfangastað rétt rúmlega 1 eða um klukkutíma á undan áætlun 😉
Ég var ósköp fegin því að hafa kippt sængum krakkanna með og þurfti því bara að skella lökum á rumin þeirra. Sigurborg Ásta tók stórustelpupakkann á þessa viku og svaf í neðrikojunni!

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme
Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða