Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

útilega í Laugalandi

Posted on 26/06/201627/06/2016 by Dagný Ásta

Við drifum okkur af stað í útilegu eftir vinnu á föstudaginn 🙂
Hittum Iðunni & Sverri á Laugalandi þar sem þau voru búin að koma sér fyrir.Bara næs 🌞🌞🌞

Henntum upp tjaldinu okkar og “fortjaldinu” sem var vel nýtt, sérstaklega á föstudagskvöldinu þar sem þá létu veðurguðirnir aðeins hafa fyrir sér og tóku almennilega vökvun á svæðið.

Tjaldstæðið er rosalega flott með góðri aðstöðu, nokkrum leikvöllum sem henntuðu mismunandi aldri þó vildi Sigurborg Ásta meina að hún hefði ekkert á “yngri” leikvöllinn að gera og vildi bara príla upp í kastalann svo hún gæti rennt sér í stóru rennibrautinni 🙂

Oliver nýtti hinsvegar battvöllinn vel m.a. í markspyrnur og náði svo að plata flesta í smá fótboltaspil.

Bara basicBasic útilegumáltíð

Leifur var ákveðinn í að bjóða upp á almennilegan hádegismat á laugardeginum. ORA fiskibollur og heimagerð karrýsósa var málið!

Allir með!Leikskólaútgáfan af Krumlu...

Oliver skellti upp svona eins og einum krikketvelli og krakkarnir tóku hring þar. Sigurborg Ásta var m.a.s. efnileg 🙂 og Ása & Hákon Þorri tóku nokkrar velvaldar Krumlur ala leikskólastyle (ss ekki snúa upp á hendurnar heldur bara ýta þar til mótherjinn missir jafnvægið og dettur).

Virkilega notalegur tími í náttúrunni eins og eldri dóttirin vill meina að “allt” sé utan þéttbýlis (Elliðárdalur og Öskjuhlíðin eru alveg innan marka að hennar mati). Hefðum alveg verið til í að vera lengur þarna en því miður þá er barasta ekkert gaman að taka tjald saman í grenjandi rigningu eins og spáin var fyrir daginn í dag þannig að við pökkuðum bara öllu saman í gær 🙂

Flott endurnýting 😀
Flott endurnýting 😀

Skyndiákvörðun var svo reyndar að kíkja í Ossabæ þar sem tengdó var og enduðum við á að gista þar í nótt og lögðum af stað rétt eftir hádegið í dag. Sluppum amk þar með við að viðra svefnpokana!
verra er að reyna að viðra tjaldið þar sem spáin fyrir næstu daga er ekkert alveg upp á sitt besta.

Krökkunum fannst samt ekkert leiðinlegt að mæta beint í heitapottinn í Ossabæ! heppin þau að SVIK voru akkúrat að láta renna í hann þegar við mættum.

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme
Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða