Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Prakkarakrakkalakkar á kjörstað

Posted on 19/06/201620/06/2016 by Dagný Ásta
Prakkarakrakkalakkar á kjörstað
Prakkarakrakkalakkar á kjörstað

Við Leifur ákváðum að drífa í því að kjósa eftir afmælisveisluna hans Birkis Loga í dag. Við vorum hvorteð er bæði nokkuð ákveðin í hvaða stimpill yrði fyrir valinu 😉 plús að planið er að gera eitthvað allt annað en kjósa um næstu helgi.

Leifur fór inn á undan og þegar ég fór inn þá spurði Ása Júlía mig “afhverju fórst þú líka að kjósa?” sumar eru greinilega vanari því að pabbinn sé að tala um stjórnmál og þeim tengdum hlutum. En eftir að hafa útskýrt það fyrir henni að allir hefðu kosningarétt og að í dag væri einmitt dagurinn sem konur öðluðust fyrst kosningarétt fyrir 100 árum þá heyrðist í dömunni “ég vil líka kjósa!” – næsta skref útskýra aldursmörk…

Persónulega er ég reyndar á því að það eigi allir að nýta sinn rétt til að kjósa – hvort sem fólk velur það sem er í framboði eða bara skilar auðu/ógildu.

Krökkunum fannst æði að fara upp í Perlu… þar er nefnilega svo gott útsýni og kjörið að leita eftir sjóræningjum *ehemm*

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme
Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða