Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

útilega ofl

Posted on 15/06/201615/06/2016 by siminn

Við skelltum okkur í útilegu um helgina á tjaldstæðinu á Selfossi – ekki bara upp á gleðina og gamanið að gera þó heldur til að sleppa við að vera stöðugt að keyra á milli RVK og Selfoss!
Hversvegna vorum við á Selfossi? jú Oliver var að keppa í fótbolta *wooohoo*

ÍRingar í sókn :)
Páll Arnar ÍRingur í sókn 🙂

Keppnin byrjaði að morgni laugardags en Oliver átti ekki leik fyrr en í hádeginu og spilaði síðasta leik á laugardag kl 14 og svo aftur kl 10 á sunnudegi og síðasti kl 11. Í heild voru þetta 8 leikir. Þeim gekk bara lala á þessu móti líkt og venjulega. Sýnilega betur samt á sunnudeginum.

Oliver átti glæsilegan leik í síðasta leik mótsins og var alveg búinn á því eftir hann.

Þegar strákarnir voru búnir að spila á laugardeginum röltum við ásamt 2 öðrum fjölskyldum yfir á Kótilettusvæðið (fjölsk.hátíð á Selfossi) og skoðuðum leifarnar af dagskránni og krakkarnir fóru flest einn hring í Veltibíl TM. Oliver undir stýri, Alex Breki við hlið hans, Ása Júlía, Kristjana Lena & Aníta Sóley í aftursætinu. Við foreldrarnir fengum smá svona skot – jæja.. verður þetta svona eftir 8-9 ár! strákarnir á rúntinum að skuttla systrum sínum *óboj*!

Oliver í hörku sókn á móti HK í lokaleiknum á SETmótinu
Oliver í hörku sókn á móti HK í lokaleiknum á SETmótinu

Krakkarnir brölluðu ýmislegt á tjaldstæðinu utan mótsins, ýmsir leikir í gangi eins og Eina Króna (sem mér fannst æði!), njósnaferðir og almenn gleði var við völd enda fengu þau svolítið að leika lausum hala… m.a.s. Sigurborg Ásta 😉

Við tókum eftir smá þreytu í efninu í innratjaldinu hjá okkur sem reyndar endaði með því að krakkarnir rifu það aðeins í hamagangi þegar þau áttu að heita að vera að spila Tvennu (veit ekki alveg hvernig spilið þróaðist í að leika orma í Svefnpokum en það er annað mál).

Ákveðið var því að henda innratjaldinu í viðgerð hjá Ægi fyrir næstu ferð sem verður eftir 2 vikur 🙂

Ég er ekki frá því að flestar helgar sumarsins séu planaðar í eitthvað, afmæli, brúðkaup, útilegur, steggjun, sumarbústaðir og önnur ferðalög – þetta verður eitthvað 🙂

Flottir ÍRingar á SETmótinu á Selfossi
aftari röð frá vinstri: Jóel Þeyr, Ísar Tumi, Mikael Leo
neðri röð frá vi.: Oliver, Páll Arnar
á myndina vantar Anthony
August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme