Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

undanfarnir dagar

Posted on 19/07/200425/06/2005 by Dagný Ásta

Ég er búin að vera á þeytingi hingað og þangað síðan ég fór í frí… telst að dagurinn í dag sé fyrsti dagurinn þar sem EKKERT er á dagskrá og ég heima hjá mér *jeij*
Ég er búin að fara í sumarbústað, heitanpott, 2x í sund, 2x í piknik í Heiðmörk, á Stuðmannaball, í verslunarferð og fullt fullt fleira… allt rosalega skemmtilegt :o)

Fór semsagt í sumarbústað með Sirrý, Evu Hlín, Lilju & Lillanum á miðvikudaginn, vorum lagðar af stað úr bænum um 11 leitið… Stoppuðum í Bónus í Hveró og urðum auðvitað að skoða nýju Verslunarmiðstöðina í Hveragerði *jájá*
Leifur kom líka, bara seinna :o)

Ég varð reyndar vitni að því að reynt var að “brjótast” inn í bílinn minn… frekar fyndin sjón.. Einhver kona labbaði að bílnum og reyndi að setja lykil í skránna, reyndi að opna hurðina labbaði svo hringinn í kringum bílinn… held að þá fyrst hafi hún áttað sig á því að þetta var ekkert hennar bíll… hann var allt annarssstaðar á bílastæðinu… bara húmor :o)
það fyndasta var reyndar sú staðreynd að kellan var á :

nýrri polo (minn er ’97)
5dyra polo (minn er 3d)

gaman að þessu… tja við skemmtum okkur allavegana mjög vel *heheh*

Við nutum lífsins algerlega í sveitinni… fórum í heita pottinn, spiluðum, slúðruðum og nutum þess að vera til :o)

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme