Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

skottúr á Þingvelli

Posted on 15/05/201631/05/2016 by Dagný Ásta
Ása gaf Sigurborgu af ísnum sínum 😉

Við skelltum okkur í bíltúr í dag… hvert förinni var heitið var óvíst þegar við lögðum af stað en ákváðum að “elta gula fíflið”  :a:

Þegar við vorum allt í einu komin að Laugavatni ákváðum við að færa okkur aðeins og bruna yfir á Þingvelli og fá okkur göngutúr þar.

Við vorum greinilega ekki alveg ein um þá hugsun þar sem þar var fullt af bílum við sjoppuna en það stoppaði okkur ekki í því að kæla okkur aðeins niður með ís 😉

Þegar við höfðum kælt okkur aðeins niður ákváðum við að halda niður að Öxarárfossi þar sem við fengum kjörin skilyrði fyrir myndatökur af krökkunum  :love:

Meðal annars náði ég þessari á símann minn en nokkrar betri náðust á stóru vélina sem við höfðum gripið með okkur.

Yndislega þríeykið mitt
Yndislega þríeykið mitt
Litla bjútíin mín með pósurnar á hreinu ;)
Litla bjútíin mín með pósurnar á hreinu 😉

Ég notaði líka tækifærið og smellti nokkrum myndum af Ásu Júlíu með nýju húfuna sína sem ég kláraði í gærkvöldi sem rötuðu svo inn á Ravelry 😉 Alltaf gaman að taka myndir af krökkunum í fallegu umhverfi 🙂

Það er hérna sér póstur um húfuna Tuma úr bókinni Leikskólaföt sem Eva Mjöll & vinkonur gáfu út í byrjun mánaðarins.

Það er líka svo gaman að taka myndir í björtu og fallegu veðri í fallegu umhverfi 😉

 

Mæðgur
Mæðgur
wp-1464011055573.jpg
Jújú, Leifur var þarna líka 😉

Alltaf á ferðinni þessi gaurOliver fann sig knúinn til þess að hlaupa upp og niður á útsýnispallinum, margar myndanna virka eins og hann sé í lausu lofti á leiðinni þarna niður 🙂

 

Það er líka eitthvað við það að koma á Þingvelli og smella svona eins og einni mynd af íslenska fánanum við hún við Almannagjá líkt og sést á titilmynd færslunnar <3

 

 

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme