Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Category: myndir

myndafærslur

Nesti

Posted on 22/08/202004/01/2021 by Dagný Ásta

Oliver er frekar fyndinn einstaklingur. Allt frá því að hann var bara smá pjakkur, ný farinn að labba, þá var hann þegar farinn að uppgötva þá gullmola sem garðurinn hjá foreldrum mínum hefur upp á að bjóða. Rifsber, sólber, stikkilsber, jarðaber, rabarbara og ef við erum í stuði að vori þá leynast þar líka gulrætur…

Read more

Eiðar 2020

Posted on 15/08/202004/01/2021 by Dagný Ásta

Við erum búin að eiga yndislega viku að Eiðum rétt fyrir utan Egilsstaði. Brölluðum ýmislegt á þessari viku, fórum meðal annars í göngu upp að Fardagafossi á afmælisdaginn minn.  Oliver gerði nær daglega tilraun til þess að draga eitthvað upp úr Eiðavatni en því miður þá var það eina sem hann veiddi spúna frá öðrum sem gert…

Read more

Heiðmerkurrölt

Posted on 03/08/202026/10/2020 by Dagný Ásta

Okkur finnst afskaplega þægilegt að rölta um í Heiðmörkinni, fullt af fallegum leiðum sem hægt er að ganga, hvort sem við ætlum að gefa okkur góðan tíma og skoða alla króka og kima, klifra í trjám og stoppa á sniðugum leiksvæðum eða bara njóta náttrúrunnar.

Read more

Leikhópurinn Lotta

Posted on 30/07/202026/10/2020 by Dagný Ásta

Við mæðgur fórum á sýningu hjá Lottu í dag og skemmtum okkur stórvel að vanda á sýningunni Bakkabræður og stelpurnar sungu hástöfum með lögunum enda búnar að læra þau utanaf eftir að hafa hlustað á ævintýrið í Lottuappinu. Þó við höfum ekki fengið að kíkja baksviðs eins og vanalega þá fengum við að smella nokkrum…

Read more

Dagsferð

Posted on 27/07/202027/07/2020 by Dagný Ásta

Við drifum okkur af stað í smá bíltúr í gærmorgun. Reyna að nýta þessar helgar fram að sumarfríi aðeins og láta ekki allan frítíma fara í múrviðgerðir og önnur eins skemmtilegheit! Förinni var heitið austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Þjórsárdalinn og aðeins ofar 😉   Háifoss & Granni Við lögðum bílnum á bílastæðinu við…

Read more

Þorbjarnarfell & Þjófagjá

Posted on 22/07/202005/01/2021 by Dagný Ásta

Við skelltum okkur í hressandi göngu í dag á Þorbjarnarfell. Vissulega blauta en okkur varð amk ekki kalt! ekki einusinni þegar við sáum í kósí hýsinu í skógræktinni og fengum okkur smá hressingu. Gengum upp í þokuna og sáum varla neitt en fundum á endanum þjófagjánna og sú minnti okkur hún svosannarlega á ævintýri Ronju…

Read more

Dásamlegur dagur á Hengilsvæðinu

Posted on 19/07/202029/09/2020 by Dagný Ásta

Við gengum Dyraldal að Botnadal í dag í góðum félagsskap Ingu, Skúla og Ingibjargar. Stelpurnar elskuðu að hafa Ingibjörgu með í dag og voru þær allar afskaplega duglegar í ferðinni. Mikið var spjallað og krakkarnir fræddir um áhugaverðar jarðfræðistaðreyndir – eðal að hafa jarðfræðinga með í för á svona svæði 🙂

Read more

Fjölskyldubrölt

Posted on 17/05/202007/07/2020 by Dagný Ásta

Brölt dagsins var á Hengilssvæðinu, langleiðina inn í Marardal – klárum það einhverntiman í meira logni 😉 SÁ við það að gefast upp þegar við náðum að “gatnamótum” slóðanna upp að Skeggja og inn í Marardal enda hvasst og frekar kalt. Gangan í heild rúmir 6,5km og allir vel vindbarnir þegar við komumst í bílinn…

Read more

Posts navigation

  • Previous
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • …
  • 156
  • Next
July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme
Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða