Alveg frá því í fyrra sumar hefur Oliver talað um að fara aftur í svona “stóran hjólatúr“. Sem ætti alveg að geta gengið upp í sumar þar sem við erum búin að vera dugleg að “þjálfa Ásu” upp í lengri hjólaferðir undanfarið 😉 Sigurborg Ásta elskar að sitja í stólnum á hjólunum okkar Leifs þannig…
Category: daglegt röfl
Prjón: Húfan Tumi
Ása Júlía sat fyrir á nokkrum myndum fyrir Evu Mjöll og vinkonur hennar í nýju prjónabókinni “Leikskólaföt” Þegar við mæðgur vorum búnar að fletta bókinni í útgáfuhófinu í Litlu Prjónabúðinni var Ása Júlía alveg ákveðin í að ég ætti að prjóna húfu eins og hún var með í bókinni (var reyndar með 2 eins, sitt…
Hjólatúr
Ég nennti nú ekki að horfa á júró í gærkvöldi þannig að ég skellti mér í hjólatúr sem varð aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaðeins lengri en ég ætlaði mér. Er bara þannig að ég vil ekki vera fyrir, sérstaklega þegar mér finnst ég ekki vera nógu góð í einhverju eða að gera e-ð. Í gærkvöldi var sumsé þannig staða…
Þessi ljúflingur fagnar 9 ára afmælinu sínu í dag.
Þessi ljúflingur fagnar 9 ára afmælinu sínu í dag. Hann er sundgarpur, fótboltagaur, Minekraftspilari, WOTnýgræðlingur, stærðfræðinģur og Syrpulesari. Yndislegur stóribróðir sem er svo duglegur og hjálpsamur með systur sínar. Að auki er hann algjör prakkari 😉
Flottar frænkur
Við kláruðum dansveturinn með stæl á danssýningu í dag. Ása Júlía bauð ömmum sínum, öfum, Sigurborgu frænku & Ingibjörgu með á sýninguna og voru þær frænkur alveg heillaðar. Svo skemmtilega vill reyndar til að nágranni tengdó er einn af flottustu dönsurum skólans og sýndi hann þarna nokkra velvalda dansa með dansdömunni sinni og urðu þær…
Grótta
það er eitthvað við röskan göngutúr meðfram sjónum… tala nú ekki um þegar náttúran býður upp á skemmtilegt myndefni líka. Grótta á alltaf sérstakan stað í minningabankanum mínum. Þó ég hafi ekki oft farið út í Grótttu sjálfa þá er stundum alveg nóg að standa þarna í fjöruborðinu og finna kraftinn. Ég smellti nokkrum myndum…
heimsókn & spilerí
Við fengum góða vini, þau Iðunni & Sverri, í heimsókn í gærkvöldi. Ýmislegt rætt í þaula og eftir dágóðan tíma dró Iðunn upp spil sem hún hafði kippt með sér rétt áður en þau komu til okkar. Leifur hafði spilað þetta í DK um síðustu helgi þannig að af okkur 2 þá vissi hann hvað…
Göngugarpar
Eftir átveislu gærkvöldsins ákváðum ég og krakkarnir að skella okkur í göngutúr og nýta þessa nýfundnu orku 😉 eða bara sykurorkuna. Við héldum afstað yfir í Garðabæ þar sem við lögðum á bílastæðinu við Vífilstaðavatn og gengum í hringinn þar eða Sigurborg Ásta fékk að vera í burðarpokanum og ákvað svo að dotta aðeins á…