Olli lenti í því um helgina að festingin sem heldur ólinni við úrið sjálft brotnaði og þá þannig að ekki var séns á að láta laga það… Þar sem barnið er svoddan kassi eins og pabbi sinn þá varð víst að endurnýja úrið.. valið stóð eiginlega á milli þessara 2 tegunda frá Casio en gamla…
Category: daglegt röfl
48/365
Hrafn Ingi bróðursonur Leifs á afmæli núna 19.feb og fagnar fyrsta “tán” afmælinu sínu eða þrettán! Í tilefni dagsins kom góður hópur af hans nánasta fólki saman á veitingastaðnum Aski. Við létum okkur ekki vanta og nutum góðs matar – sumir á Steikarhlaðborði aðrir af matseðli . Alveg óhætt að segja að Oliver hafi borðað…
Húsafellsheimsókn
Við ákváðum að gera aðra tilraun með forvetrarfrísheimsókn í Húsafell eftir ruglið í haust. Ekki það að haustferðin var afskaplega notaleg fyrir utan veikindin hjá minnstunni. Krakkarnir tóku sig til og brutu í burtu allan íssnjóinn sem var á milli hússins og pottarins þannig að betra væri að komast þar að! virkilega heppilegt fyrir okkur…
46/365
Þessi eru kjörin á sundlaugarbakkann!! Sérstaklega þar sem planið fyrir ferðina okkar í vor er að taka nokkrar (margar) umferðir af Gaur 😉
45/365
Ég man þegar ég var að koma í heimsókn til Þuru ömmu og Steina afa sem krakki að amma átti ALLTAF til eitthvað heimabakað gotterí. Oft var það Marmarakaka eða Sandkaka og vekja þær alltaf nostalgíu hjá mér. Fannst því kjörið að græja margfalda uppskrift fyrir Kökubasar Kórs Seljaskóla – miðstig sem verður haldinn á…
43/365
Sítróna, hvítlaukur og svo dass af fersku timian getur varla klikkað. Var að prufa nýjan fiskrétt í kvöld sem heppnaðist alveg dásamlega. Verð að koma honum inn á uppskriftavefinn við tækifæri en já þetta 3 ásamt Þorskflökum eru aðal hráefnin í þessum dásemdar rétti sem ég fann einhverstaðar á netinu 😉 Ekki spurning, þarf að…
42/365
þessi strákur með feimnisbrosið sitt finnst mér vera besti strákurinn í heiminum og þvílík heppni að fá að fylgja honum í gegnum lífið <3 #bræðirhjartaðmitt #ollinnminn #Stúfurljúfur Posted by Intagrate Lite
41/365
smá framkvæmdastúss – nei því líkur aldrei… Posted by Intagrate Lite