einhverntíma um þetta leitið er komið ár síðan LS manaði mig upp í að sleppa kóki í viku.. vika varð að tveim, svo að mánuði og svo framvegis.. núna þessa dagana þá er komið heilt ár síðan ég, kókistinn sjálfur, hætti að drekka kók… Verst að ég tók ekki almennilega eftir dagsetningunni sem við gerðum…
Category: daglegt röfl
Steypukall
Hérna á Kárahnjúkum er aðal sportið að grauta eftirlitsmenn. Svona lítur grautaður eftirlitsmaður út. Ég hefði grunað þá um að hafa gert þetta viljandi nema fyrir það að sitthvoru megin við mig stóðu Guðmundur staðarstjóri og Grétar yfirverkstjóri. Það fór grautur á hverja einustu flík sem ég var í, meira að segja nærbuxurnar. Ein stelpan…
framköllun
var að skoða heimasíður Bilka & Nettó áðan… ég held að ég eigi eftir að koma heim með HRÚGUR af myndum… skv heimasíðunum þá er MJÖG hagstætt að framkalla þarna úti… bara 1 kr danska!!!
heimsókn & sólsetur
Ég fór með SVIK í heimsókn í Grafarvoginn áðan.. ágætis kvöldstund með fólkinu hans Leifs. Var að fylla upp í eyðurnar hjá SVIK í sambandi við húsnæðismálin hjá okkur LS, finnst ekki alveg rétt að þau lesi um það allt saman hérna *heh* og ég búin að vera upptekin við að stússast á kvöldin með…
jójó
haha, sagt er að tískan fari í hringi!!! nýjasta nýtt er að safna töppum frá kók og þá geturðu fengið m.a. COKE JÓJÓ!!! vá hvað ég man eftir þessu fyrir nokkrum árum… *hóst*sennilegast15*hóst* þá átti maður að safna flipum af kókdollunum og þá gat maður fengið jójó.. og ef maður safnaði einhverjum x mörgum til…
Holte
jæja… hvað ætli sé að gerast… ef við viljum þá getum við fengið 3 herb. íbúð í skrifstofuhúsnæði í Holte.. ca 30 mín frá DTU skv Eniro. Fínn kall sem ég talaði við.. værum með hálfgert einbýlishús um helgar… margt sem hljómar vel.. þetta er reyndar “upp í sveit” en það er nákvæmlega ekkert að…
.
*týnd*
ég er formlega orðin gömul
ég held það allavegana er að reyna að fylgjast með þessum þætti þarna “Sjáumst með Sylvíu Nótt” a) ég fatta ekki húmorinn b) ég skil ekki hvað hún er að segja c) mér finnst að það ætti að texta þáttinn ég nenni ekki að horfa á svona bull… I have better things to do…